29.4.05

Það er komin nótt

Núna er klukkan sem sagt rúmlega 2 að nóttu til og ég ennþá uppi í skóla. Er að vona að ég verði komin heim fyrir kl.3.

Vikan er búin að vera strembin í lærdóminum en mér hefur gengið vel og orðið mikið úr verki og þá er ég svo ánægð :) Enn er ekki allt búið en á mánudaginn á ég að skila síðasta verkefninu og á þriðjudaginn er munnlegt próf OG svo er ég búin!!!
Ég er líka búin að fá vinnu í sumar og líklega lengur. Ég fer að vinna hjá verktakafyrirtæki í Hafnarfirði sem heitir Þórsafl. Þeir eru bæði í nýbyggingum og viðhaldi og endurbótum. Ég kem til með að vera eini tæknifræðingurinn þarna og verða verkefnin mín fjölbreytt. Ég hlakka til að fá að kljást við þetta og kvíði bara ekkert fyrir því að ég kunni ekki nógu mikið. Ég veit ekki hvaðan ég fæ allt í einu þessa trú á mér! Líklega veit ég bara hvað ég kann og hvað ég treysti mér í. Það verður líka mjög gott fyrir mig að fá að vera á byggingarstöðum og svoleiðis því að það er sú reynsla sem mig vantar helst.

Jæja, ekki meira snakk hér núna, er að fara að koma mér heim að sofa

26.4.05

Glæsileg...

Ég vaknaði í morgun og leit út eins og ljón með þennan líka svaka makka! Eða þá að ég hefði hiklaust fengið inngöngu í Wham bara út af hárgreiðslunni.

Mér fannst ég vera voðalega dugleg í gær. Var í skólanum í 14 tíma samfleitt og sat við tölvuna í um 90% af þeim tíma og vann og vann. Enda var ég mjög ánægð með mig þegar ég kom heim því þó ég væri uppgefin þá hafði ég áorkað miklu.
Þegar ég lagði af stað frá skólanum þá hringdi ég heim og bað Hildi að láta renna fyrir mig í heitt bað sem ég henti mér ofaní um leið og ég kom inn úr dyrunum. Það var svo þess vegna sem ég var svona glæsileg í morgun, hafði sofnað með blautt hárið :)

Vonandi verð ég eins dugleg í dag en stefni nú samt á að vera ekki alveg svona lengi fram á kvöldið.

24.4.05

Tími til að.... hmm nei frekar EKKI tími til að...

Já þessir dagar! Brjálað að gera í lærdómnum og svo skilst mér að sumarið sé að koma þarna fyrir utan. Ekki veit ég mikið um það því að dagarnir líða inni í skólanum frá morgni til kvölds og ekki mikið um að maður svo mikið sem líti út um gluggann.
Það eina sem tengir mig við veröldina fyrir utan er tölvan, því ég tek mér stundum pásu frá verefnunum yfir daginn og þá kíki ég á vefinn og reyni þannig að fylgjast aðeins með.
Núna er að hefjast síðasta kennsluvikan og ég sé ekki fram á að geta klárað öll verkefnin sem ég á að klára (eða á að vera búin að klára!!) en ég geri það sem ég get og fjandinn hafi það, ég fer nú ekki að klúðra þessu núna á næst-síðustu önninni!!!

Kveðja til ykkar sem kíkja hérna við!

19.4.05

Fær maður það sem maður gefur?

Ég hef stundum velt þessari spurningu fyrir mér. Ég reyni að koma fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig og kenni stelpunum mínum sömu gildi. Svo lendir maður óhjákvæmilega í því á lífsleiðinni að sumt samferðarfólk manns er ekki á sama máli. Ég verð alltaf svolítið hvummsa þeagar ég fæ framkomu sem ég get ekki séð að ég hafi átt skilið. Núna síðustu misseri, ja t.d. bara það sem af er þessu ári, hef ég lent í svona aðstæðum óvenju oft. Ég er samt alls ekki að meina að ég eigi ekki stundum skilda þá framkomu sem ég fæ, þó hún sé leiðinleg, nei nei, en samt finnst mér illa þolanlegt allt óréttlæti.
Ég er t.d. þannig gerð að ég vill frekar að mér sé sagt satt, þó það sé sárt, heldur en að farið sé í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut og eitt er það atriði sem ég ALL EKKI ÞOLI, það er að vera höfð fyrir rangri sök!!
Ég hef t.d. ekki komist í gang almennilega í neinni vinnu í skólanum núna eftir áramótin. Ég lenti í leiðindum sem ég hafði ekki heilsu (geðræna) til þess að takast á við og bakkaði þess vegna út úr þeim. Það sem gerði mig svo hvummsa í þeim efnum var að það var fullt af fólki sem hafði tækifæri til þess að leiðrétta málið eða hjálpa mér að leiðrétta málið en það gerði enginn neitt. Ég held að ég sé ein um þá skoðun en mér finnst ekki hafa verið komið vel fram við mig. Og það sem helst gerir mig hissa og ringlaða er það að fólkið sem stóð í þessu er yfirhöfuð alveg eðal manneskjur, það voru bara ein eða tvær sem gögguðu hæst. Ég bara, satt að segja, veit ekki hvað ég gerði til þess að eiga þetta skilið.
Ég ætti ekki að vera að velta þessu fyrir mér en þetta hefur áhrif á mig. Núna er þetta nám að verða búið, við sem höfum verið saman í bekk síðustu 3-5 árin hittumst ekki mikið meira svona öll saman og það hefði verið svo gaman að geta haldið upp á þessi tímamót öll saman núna í lok annarinnar en ég er með svo blendnar tilfinningar að ég veit ekki hvort ég gæti það. Ég sé eftir þessari önn!

Ég veit vel að ég er ekki endilega neitt saklaust fórnarlamb hvað varðar félagsanda og svoleiðis. Hef alltaf rekist illa í hóp og hleypi fólki ekki of nálægt mér. En ég hélt ekki að ég hefði verið svona ómöguleg að öllum sé alveg sama þó ég detti út úr hópnum. Hmm, það er líklega þetta með að sjá ekki flísina í eigin auga!

Eitt enn, fyrst ég er farin að skammast og rausa þá er eitt atriði sem ég þoli ekki. Það er þegar vinir mínir (sérstaklega þeir, en samt á þetta við svona almennt) svara ekki sms-um eða símtölum. Mér finnst það eitthvað svo dónalegt. Eins og maður skipti ekki nógu miklu máli til þess að það taki því að svara. Þekki nokkra svona.

Jæja varð að koma þessu frá mér, sumt kraumar og kraumar þangað til lokinu er lyft af og allt flóir út úr......

18.4.05

Komin heim og skólinn kallar!

Jú jú, ég er komin heim og í skólann.
Ég átti stuttan en yndislegan dag í Salzburg á föstudaginn. Ferðalagið frá Vín tók aðeins lengri tíma en ætlað var vegna smá seinkanna og svoleiðis en ég naut þessara fáu tíma þar alveg í botn. Að mínu mati er Salzburg meira aðlaðandi borg en Vín, líklega vegna stórkostlegs umhverfis og af því að hún er miklu minni. Hefði alveg verið til í að eiga lengri tíma þar.
Laugardagurinn var svo ferðadagur. Fór fljúgandi frá Salzburg snemma um morguninn og átti þá 6-8 tíma í London. Þar labbaði ég niður Porto-Bellu road og skoðaði geðveika markaðinn þar. Antikmarkaður o.fl. Þegar ég verð orðin rík, þá ætla ég að fara þarna og versla MIKIÐ!!!
Flaug svo heim um kvöldið og var komin alla leið heim um miðnættið. Þá var ég búin að vera á fótum frá því kl. 5 um morguninn að íslenskum tíma og var orðin frekar þreytt.

Á sunnudagsmorguninn fórum við Hildur og mamma að horfa á Jonna og Veigar keppa í íshokký. Jonni litli ponni, 6 ára gamall að keppa í íshokký, þvílík dúlla. Það er alveg frábært að sjá þessa litlu krakka keppa í þessari erfiðu íþrótt. Veigar var ég að sjá í þriðja skiptið og það sem honum hefur farið fram síðan ég sá hann fyrst í haust!! Duglegur frændur! :)

Jæja einhverjar hugleiðingar koma seinna, veitir víst ekki af að fara að læra!!!!!!

15.4.05

Fostudagur...

Eg atti yndislegan og rolegan dag i Vin i gaer. Rolti um midborgina sem er guddomlega falleg, eld-eld gomul hus og hallir. Her var sol og blida svo ad eg var bara berleggjud i pilsi og hlyrabol allan daginn :)
A einu torginu hitti eg folk i midaldar buningum sem var ad selja mida a tonleika. Eg keypti mer mida og for i gaerkvoldi ad hlusta a Vinarvalsa og onnur falleg log eftir Strauss og Mozart. ?ad var hljomsveit, tveir operusongvarar og par sem dansadi ballett og vals (of course!!) Alveg dasamlegt kvold.
Nuna er eg buin ad tjekka mig ut af tessu hosteli sem eg hef verid a sidustu 2 naetur. Tetta er frabaert hostel, god tjonusta, hreint og fint og uppbuin rum. Aetla ad taka naestu lest til Salzburg og dulla mer tar i dag. Fer svo snemma i fyrramalid fljugandi til london og svo heim annad kvold.
Fyrirgefdu Birgitta, eg var svo viss um ad eg vaeri tveimur dogum eldri en tu!! En svo er eg bara deginum yngri, he he!

Jaeja bakpokinn er tilbuinn i ganginum og solin bidur uti svo ad tad er ekkert ad gera nema ad koma ser af stad.

Skrifa orugglega meira skemmtilegt um ferdina tegar eg kem heim, kann ekki almennilega ad nota svona oislenskt lyklabord!!

bless bless..... \\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\;0)

14.4.05

Vaaaa'a'a'a.....

Eg held ad eg viti nuna hvad folk a vid tegar tad talar um truarlega endurvakningu. Tonleikarnir i gaerkvoldi voru hreinlega eitthvad sem hreifdi vid mer a thann hatt. Eg fann sjalfa mig aftur eins og eg a ad vera, eins og eg var sjalf og bara eg sjalf tegar eg var um 15 ara. Va hvad eg hef saknad min!!!!
Tetta var besta kv0ld lifs mins!!!!!!!!

En aftur ad ferdasogunni. Vid Annska hittumst i a Paddington brautarstodinni i London og fengum okkur morgunmat a litlu kafiihusi. Vid vorum eins og algerir turistar ur nordri thar sem vid satum uti tho tad vaeri ekki sol :) Svo tokum vid ekta breskan svartan leigubil nidur i Covent Garden og nutum okkar i botn vid ad skoda alla solubasana og budirnar. Eftir ad hun turfti ad fara fljotlega e.h. ta helt eg afram ad rolta um og drekka kaffi. Skrapp adeins i Camden en ta for ad rigna svo ad eg for a hostelid og hvildi mig adeins tar til eg for upp a flugvoll.
Tad var nu oskop vidburdarlitid a Stansted. Nema ad eg sat vid hlidina a mjog svo landafraedivilltum skota. Hann turfti lika ad eyda nottinni tarna og vid forum ad tala saman. Hann spurdi fyrst hvert eg vaeri ad fara og tegar eg sagdist vera ad fara til Salzburg ta sagdi hann: ah, Im coming from Geramany and you are going there! Umm, eg sagdi honum ad Salzburg vaeri nu i Austurriki. Ta spurdi hann hvadan eg vaeri, svarid var audvitad Iceland og ta spurdi hann hvort Stokkholmur vaeri tar!!!! he he he

En sem sagt, eftir litinn svefn a stol a Stansted ta hraut eg i flugvelinni til Salzburg og hraut svo aftur i 2 af 3 timunum i lestinni til Vinar. Mikid svakalega er Austurriki fallegt land!!! Tad eru akkurat 17 ar sidan eg var her sidast en ta for eg ekki til Vinar.
I dag aetla eg ad hangsa, faeturnir a mer eru alveg bunir er ad hugsa um ad finna mer einhverja strigasko tar sem minir skor eru ekki ad gera sig a svona labbi.

Laet tetta duga i bili, takk fyrir allar afmarliskvedjurnar ja og Birgitta, til hamingju med 35 ara afmaelid a morgun!! :)

12.4.05

Dagur 1, London

London i morgunsarid, eg sit a hosteli thar sem eg svaf i nott, komin a faetur eldsnemma hress og fersk! Eg gisti i 18 manna herbergi med hripleku thaki!! Slapp samt nokkud vel thar em skornir minir voru bara blautir thegar eg vaknadi!
En thad sem heimurinn er litill, thegar eg var ad fara ut i flugvel i gaer kemur ta ekki hun Annska upp ad mer og er lika a leid til London og tad sem meira er, saetid hennar var fyrir framan mitt i velinni!! Vid kjoftudum audvitad helling og urdum svo samferda nidur i bae og ta kom i ljos ad vid attum ad taka sama underground og hun for bara ur einni stod a undan mer!!! He he gaman ad svona tilviljunum. Vid aetlum svo ad hittast og fa okkur breakfast a eftir adur en hun fer til Devon ad dansa.

En sem sagt, her helliringdi i nott en nuna synist mer solin vera ad reyna ad brjotast fram svo ad eg aetla i gongutur. Bid ad heilsa i bili.... Blogga liklega naest fra Vin :)

10.4.05

Tralla la la laaa...

Ég er líka að fara til útlanda á morgun, ligga-ligga lááá!
Jamm, ég er að fara í smá ferðalag ein með sjálfri mér. Í tilefni af 35 ára afmælinu mínu sem er á næsta miðvikudag, þá ætla ég að skreppa á tónleika með Queen í Vínarborg. Ég flýg til London á morgun og ætla að dúlla mér þar á þriðjudaginn, flýg svo þaðan til Salzburg á miðvikudaginn og tek lest til Vínar. Þá um kvöldið eru svo tónleikarnir og ætla ég að eyða fimmtudeginum og föstudeginum í Vín og Salzburg og fljúga heim í gegnum London á laugardaginn. Hljómar þetta ekki vel? Oh, ég hlakka svo til, mig hefur alltaf langað að skreppa eitthvað út svona ein en aldrei haft tækifæri til þess. Það hefur nú bara verið vegna þess að ég er búin að vera hrikalega blönk í svo mörg ár að utanlanlandsferðirnar hafa ekki verið margar. En þessa ferð get ég látið verða að veruleika með góðu skipulagi og svo óskaði ég eftir því við fjölskylduna mína að þau gæfu mér engin blóm eða þannig á afmælinu heldur leggðu frekar smá í ferðasjóð. Það var ekki að spyrja að því með mína nánustu, allir tóku þessu vel og fannst þetta sniðug hugmynd! Það er dásamlegt að eiga svona góða að, TAKK TAKK öll sömul!!!!

Quenn er búin að vera uppáhalds hljómsveitin mín síðan ég var 12 ára. Þó að Freddie blessaður Mercury sé látinn og hann hafi nú verið aðal málið í þessari hljómsveit, þá hefur minn uppáhalds meðlimur alltaf verið gítarleikarinn Brian May. Þeir hafa fengið söngvara með sér í þessa tónleikaferð sem heitir Paul Rodgers. Hann á ekki að koma í stað Freddie, þ.e. hann er ekki að herma eftir honum, heldur kemur hann inn á sínum eigin forsendum og syngur Queen lögin. Kíkið á http://www.queenworld.com/artman/publish/article_99.shtml

Ég blogga kanski eitthvað í vikunni ef ég finn netcafé sem ég nenni að sitja á, annars kemur ferðasagan bara um næstu helgi.

Bless bless.... :)

7.4.05

Húsráð :)

Hér koma nokkur góð húsráð fyrir önnum kafnar húsmæður. Sum hef ég lesið um einhvers staðar en önnur hafa óvart poppað upp í dagsins önn. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera "svindaðgerðir" til þess að heimilið líti ágætlega út á yfirborðinu þó maður hafi ekki haft tíma til þess að þrífa vel og vandlega.

1. Þurrkið af fremst í bókahillum og dragið svo bækurnar aðeins lengra fram.
2. Raðið snyrtilega nokkrum hlutum fremst í alla skápa þá er engin þörf á því að taka alveg til í þeim. (Það getur nefnilega komið fyrir að fólk sjái inn í skápana hjá þér þegar það kemur í heimsókn.)
3. Spreyið Ajax eða öðrum hreingerningarlegi með frískandi lykt á volga eldavélarhellu. Þá ilmar allt húsið af hreinlæti.
4. Sópið eða moppið meðfram öllu (ekki nauðsynlegt að fara undir alla hluti!!).
5. Eigið tilbúið smákökudeig í frysti, t.d. súkkulaðibitakökur sem auðvelt er að skera niður og skellið þeim í ofninn áður en von er á gestum (hafið þið ekki séð Maryland deigið sem hægt er að kaupa í Bónus?). Þá er eins og það sé hinn eðlilegasti hlutur fyrir ykkur að skella einhverju í ofninn hvenær sem er!
6. Dimmið ljósin og kveikið á kertum, þá sér enginn hvort vel eða illa er þrifið :)

Þetta getur verið nauðsynlegt í dagsins önn þegar maður hefur engan tíma til þess að vera hin fullkomna húsmóðir. En það skal tekið fram að æskilegt er að þrífa a.m.k einu sinni á ári út í öll horn.

5.4.05

Daglegt líf

Við Hildur fórum í klippingu í gær. Það þykir tíðindum sækja þar sem hún hefur verið með mjög sítt hár lengi og ég eða mínar vinkonur hafa snyrt það undanfarin ár og ég fór síðast í klippingu í byrjun nóvember. Enda var útlitið á mér alveg í samræmi við það. Hildur ákvað að láta klippa helling af sínu hári til þess að létta aðeins á álaginu við að hirða það. Hún gat ekkert hirt þetta sjálf og er svo hræðilega hársár í þokkabót svo að þetta var bara mjög góð ákvörðun hjá henni, sérstaklega þar sem hún á að vera í mánuð hjá pabba sínum í sumar og þar fær hún enga hjálp við að greiða sér. Hún lét s.s. klippa um 30 cm af hárinu sínu í gær, en n.b. það eru enn um 40 cm eftir!!!! Þetta fer henni voðalega vel og svei mér þá ef hún er bara ekki glaðlegri svona :)
Ég fer alltaf til sömu klippikonunnar sem þekkir mig voðalega vel. Hún fær líka alltaf að ráða nokkkurn vegin hvernig ég lít út. Í gær lét hún í mig tvo liti af strípum, koparrauðan og ljósan og klippti svo fullt af styttum svo að ég endaði með sítt að aftan!!!! Nú vantar bara Millet-úlpuna, ha?!! :) hehe...

En best að halda áfram að teikna íþróttahús, það er verkefni hjá okkur í tréhönnun. Bless till later...

1.4.05

í pabbaleik...

Já ég brá mér út fyrir blokkina í pabbaleik í vikunni. Við Hildur tókum hjólið hennar út úr geymslunni og ég smurði það, herti rær og skrúfur og hækkaði hnakkinn. Svo labbaði hún með það á næstu bensínstöð og lét pumpa í dekkin. Svo að nú er hún tilbúin fyrir sumarið, blessunin. En ástæða þess að ég kalla þetta pabbaleik er sú að ég var eina mamman með nokkrum pöbbum við þessa iðju ;) En við stelpurnar erum nú vanar að láta það ekki stoppa okkur, þ.e.a.s. einhver skilgreind eða óskilgreind kynhlutverk. Ég á bara mín verkfæri og geri flest það sem gera þarf. Nema ef um bílinn er að ræða. Þá leita ég á náðir Einars eða Sigga frænda. Enda alveg óþarfi að maður geti gert allt sjálfur, ekki satt?

Jæja verð að fara að drífa mig, er að fara á námskeið í Mathcad (stærðfræðiforrit) til kl.18 í dag og svo er teiknitími í fyrramálið og aftur Mathcad-námskeið á sunnudaginn. Sem sagt, engin helgi framundan hjá mér.... :(