5.4.05

Daglegt líf

Við Hildur fórum í klippingu í gær. Það þykir tíðindum sækja þar sem hún hefur verið með mjög sítt hár lengi og ég eða mínar vinkonur hafa snyrt það undanfarin ár og ég fór síðast í klippingu í byrjun nóvember. Enda var útlitið á mér alveg í samræmi við það. Hildur ákvað að láta klippa helling af sínu hári til þess að létta aðeins á álaginu við að hirða það. Hún gat ekkert hirt þetta sjálf og er svo hræðilega hársár í þokkabót svo að þetta var bara mjög góð ákvörðun hjá henni, sérstaklega þar sem hún á að vera í mánuð hjá pabba sínum í sumar og þar fær hún enga hjálp við að greiða sér. Hún lét s.s. klippa um 30 cm af hárinu sínu í gær, en n.b. það eru enn um 40 cm eftir!!!! Þetta fer henni voðalega vel og svei mér þá ef hún er bara ekki glaðlegri svona :)
Ég fer alltaf til sömu klippikonunnar sem þekkir mig voðalega vel. Hún fær líka alltaf að ráða nokkkurn vegin hvernig ég lít út. Í gær lét hún í mig tvo liti af strípum, koparrauðan og ljósan og klippti svo fullt af styttum svo að ég endaði með sítt að aftan!!!! Nú vantar bara Millet-úlpuna, ha?!! :) hehe...

En best að halda áfram að teikna íþróttahús, það er verkefni hjá okkur í tréhönnun. Bless till later...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

flott hjá ykkur mæðgur að fara í klippingu mig hlakkar til að sjá Hildi, ég er alveg viss um að hún er flottust

05 apríl, 2005 12:33  
Anonymous Nafnlaus said...

hei ég er bara enginn þarna í fyrra commentinu núna kem ég fram udir nafni

05 apríl, 2005 12:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Það nýjasta er að ég verð í hnykkmeðferð þann 13. apríl, mun alveg örugglega hugsa til þín í Vínarborg tralla la og lei, það verður æði, fyrir þig

05 apríl, 2005 12:38  

Skrifa ummæli

<< Home