24.2.06

Frábærir tónleikar

Ég fór á tvenna tónleika í gær. Fyrst voru nemendatónleikar hjá Hildi hjá Tónskóla Sigursveins. Hún er þar í tónfræði og var boðið að spila með þremur öðrum flautustelpum á þessum tónleikum. Þetta var voða gaman. Þarna voru ponsu litlir hljóðfæraleikarar að stíga sín fyrstu skref og líka nokkrir lengra komnir. Ég hef alltaf jafn gaman af svona uppákomum, líklega vegna þess að ég ólst upp við að taka þátt í þeim. Að sjálfsögðu stóð stelpan mín sig með prýði, þær spiluðu svo fallegt lag sem ég man ekki hvað heitir en hefur verið í uppáhaldi hjá mér lengi. Hún var að spila með eldri stelpum sem eru komnar miklu lengra en hún í náminu svo að mér fannst hún svooooo dugleg :)

Svo fórum við Ólöf á tónleika með Sinfóníuhljómsveitinni ásamt gestum, þar sem þeir fluttu verkið "War of the Worlds" Frábær flutningur og hin besta skemmtun.

Eins og sjá má þá er nóg að gera hjá okkur mæðgunum. Nú svo heldur hann Depill litli okkur við efnið því hann er alltaf að færa sig lengra upp á skaftið. Hann er svona aðeins að láta á það reyna hvað hann fær að ráða miklu á heimilinu. Það er bara eðlilegt með 4 mánaða gamlan hvolp. En hann er þó farinn að sætta sig við að fara í göngutúra :) Gerir það svona fyrir okkur að koma með, hahaha...! Við fórum t.d. í hálftíma labbitúr milli klukkan 6:30 og 7:00 í morgun, geri aðrir betur, ha!!!!

Ég er að spá í að skreppa til sveitakellingarinnar í Þykkvabænum um helgina. Dagrún er s.s. flutt í Oddspart í Þykkvabæ og ég held ég verði að fara að taka þetta út fyrir hana og athuga hvort það er hægt að fá sér aðeins í tánna þarna ;) Læt vita eftir helgina hvernig það fer...

Góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr

23.2.06

Ljóð eftir Hildi

Ég er

Ég er pirruð
ég er pirruð vegna þess hvernig fólk lætur.
Fólk níðist á fólki
fólk níðist á dýrum
dýrum sem geta ekki talað.
Við ruglum jafnvæginu
og hugsum ekki um það.

Ég er glöð
ég er glöð þegar ég kem heim
þegar hann tekur á móti mér og dillar skottinu.
Ég er glöð þegar ég held á naggrísnum.
Ég er glöð þegar ég veit að þau eru örugg.

Ég er döpur
ég er döpur þegar ég missi ástvin
ástvin með tvær eða fjórar fætur.
Ég er döpur þegar ég finn að ég er að missa eitthvað.
Ég verð döpur þegar ég veit að ég get ekki bjargað öllum.

En ég verða ð bíða í nokkur ár,
ég ætla að láta heyra í mér.
Hildur Vignisdóttir 11 ára

19.2.06

Einhver áskorun...

4 störf sem ég hef unnið um ævina:
1. Bakarí
2. Sambýli
3. Elliheimili
4. Járnsmíði

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
1. Full Monty
2. Den Eneste Ene
3. Chocolad
4. Bridged Jones

4 staðir sem ég hef búið á:
1. Hraunprýði 2
2. Þvergata 3
3. Bólstaðarhlíð 23
4. Blönduhlíð 1

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Aursturríki
2. Danmörk
3. Hrísey
4. London

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar vel:
1. ER
2. Örninn
3. Megastructures
4. Judging Amy

4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
1. mbl.is
2. isb.is
3. Garfield.com
4. peanuts.com

4 matarkyns sem ég held uppá:
1. Kjúklingur
2. Lambakjöt
3. Ítalskur matur
4. Franskar kartöflur

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1. Pitcairn
2. Hrísey
3. USA
4. út á þjóðvegi á hjólinu mínu....

4 sem eiga að gera þetta líka:
1. Anna "frænka"
2. Sif
3. Hrefna
4. Allir sem ég þekki

14.2.06

Óþægilega nálægt sannleikanum!

Fann þetta inni á stjörnuspekisíðu mbl.is og mátti til að setja þetta hingað inn. Það er ferlega skrítið að lesa svona og þekkja lýsinguna á sjálfum sér ;)

Hrúturinn í ást

Hrúturinn er líflegur og beinskeyttur í ástum og samskiptum. Hann er einlægur og hreinskilinn og líkar ekki uppgerð eða yfirborðskurteisi. Heiðarleiki skiptir meira máli en siðir og reglur. Og ástin þarf að vera ögrandi og elskhuginn sjálfstæð og tilgerðarlaus persóna.
Hrúturinn er snöggur upp á lagið hvað varðar tilfinningar og ákveður strax hverjum honum líkar við og hverjum ekki. Hann er hrifnæmur og fljótur að átta sig á folki.Hrúturinn vill hafa frumkvæði í ástarsamböndum og því þýðir lítið að ganga á eftir honum. Hann er veiðimaður sem fyrst vaknar til lífsins þegar ástin er spennandi og krefjandi.Það hentar Hrútnum best að umgangast sjálfstætt fólk sem er "villt" í þeim skilningi að það felur sig ekki á bak við tilgerð, heldur leyfir innri manni sínum að koma fram.Hrúturinn hrífst einnig af vissu stjórnleysi, því mátuleg óvissa og barátta örva tilfinningar hans. Líflaust og hægfara fólk skapar hjá honum óþolinmæði og áhugaleysi.Hrúturinn er ákafur í ástum, en á til að vera breytilegur. Stundum leggur hann til atlögu og er þá upptendraður, hlýr og ástríkur. Á öðrum tímum getur hann verið fráhrindandi og jafnvel ókurteis (að því er sumum finnst). Einlægni er aðalsmerki Hrútsins.Ástartilfinningar Hrútsin eru hvatvísar og "spontant". Hann þarft að fá það sem hann vil strax (!), á meðan eldurinn brennur. Það þýðir ekki að bjóða Hrútnum uppá "dagatalsást" og rómantík næsta föstudag eða laugardag.Sem elskhugi er Hrúturinn ekki sérlega blíður eða mikið fyrir nettar gælur og strokur. Hann vill ástarlíf sem byggir á sterkum og kraftmiklum atlotum.Til að Hrútnum líði vel í ástum og samskiptum þarf hann að eiga elskhuga og vini sem eru sjálfstæðir og koma hreint fram. Sambönd hans þurfa að vera lífleg, skapandi og "spontant" og umfram allt, án yfirborðsmennsku og tilgerðar.

9.2.06

Fleiri linkar

Eins og glöggir lesendur sjá þá hafa verið að bætast við linkar hérna til vinstri á síðunni hjá mér. Ég er að spá í að bæta fleirum við í efnisflokkinn aðrir linkar, þegar fram líða stundir.

Veit einhver um góðan hundasálfræðing?

Kveðja í bili, Anna komin í hundana

8.2.06

Litli strákurinn minn....

Hér kemur loksins mynd af litla stráknum mínum sem ég er alltaf að dásama hérna :)



Þetta er hann Depill þriggja mánaða gamanll. Eins og sjá má á svipnum á honum þá vorum við að ræða málin í sambandi við rúmið mitt (þ.e. rúmið okkar eins og hann heldur!!) Og á maður svo að standast svona svip og segja: "nei þú mátt ekki lúlla hjá mömmu"? Ja ég gerði það nú reyndar og rak hann í búrið sitt, svona er ég nú harðbrjósta :(

2.2.06

lítið að segja

Ég veit að þeir sem þekkja mig eiga bágt með að trúa þessu én ástæða þess að ég hef ekkert bloggað undanfarið er sú að ég hef ekki haft neitt sérstakt að segja!! Já ykkur er alveg óhætt að vera hissa, ég er nú vön að tala frekar mikið hvort sem ég hef eitthvað að segja eða ekki :)

Eitt smá mál hérna, vissuð þið að maður fær bara barnabætur með börnum sínum þangað til þau verða 16 ára??? Þetta vissi ég ekki og varð voða hissa í gær þegar ég sá að ég fékk bara helminginn af því sem ég er vön. Það sem verra var, er að þetta er held ég í fyrsta skiptið sem ég var búin að ráðstafa þessum fyrirhuguðu peningum. Ég keypti nefnilega nýtt rúm fyrir Hildi þegar við fluttum og setti það á Vísa, með það í huga að borga það með barnabótunum í febrúar. Þetta sleppur að vísu fyrir horn þar sem rúmið kostaði um það bil það sem ég fékk en þá verður líka að fresta einhverju öðru sem þær vantar greyin.

Ég er svo hugfangin af voffanum mínum. Hann er svo skemmtilega glaður lítill hvolpur og svo fljótur að læra, eins og ég hef örugglega sagt hérna áður. Hildur segir að ég sé alltaf að monta mig af honum ;) hehehe... gerir maður það ekki með litlu börnin sín? Manni finnst þau alltaf best og klárust ;) Ég er allavega voðalega ánægð með að hafa fengið mér þennan hund þrátt fyrir alla auka vinnuna sem því fylgir. Það er svo notalegt að koma heim þegar gæludýr er á heimilinu sem fagnar manni. Mig langar helst að fá mér kisu líka, veit nú ekki alveg hvort það er skynsamlegt en sjáum til.

Það er mjög mikið að gera í vinnunni og mér líkar það vel. Er komin með nokkur verkefni til að vinna úr og reyni svo að lesa eins mikið og ég get þegar tími gefst til. Ég er alveg ólm í að bæta við mig þekkingu til þess að geta sem fyrst orðið sjálfstæðari í vinnubrögðum hérna.
En þrátt fyrir að vinnan sé skemmtileg þá hlakka ég til þegar henni lýkur í dag. Ég er nefnilega að fara í lúxus-andlitsbað í Baðhúsinu seinni partinn. Fékk gjafabréf í útskriftargjöf og vá hvað ég ætla að njóta :) Haldið þið ekki að ég verði enn ómótstæðilegri eftir svona trakteringu??? (og má nú varla við því!!)
En talandi um glæsileika minn, þá veit ég ekki hvernig það færi ef ég mundi nú lenda á séns sem ég tæki með mér heim að lúlla. Depill er nefnilega alveg viss um að við eigum saman rúmið mitt og reynir að ýta stelpunum framúr ef þær leggjast hjá mér!!!! Hmmm... vandamál sem tekið verður á þegar og EF það gerist hehehe....

Jæja best að halda áfram að vinna, bendi samt á það að síðasta færsla í gestabókina var síðastliðið sumar!!! Það væri nú voða gaman ef þeir sem ramba inn á þessa síðu mundu kvitta fyrir sig, annaðhvort í gestabókina eða í kommentin.

Kveðja Anna M