24.4.05

Tími til að.... hmm nei frekar EKKI tími til að...

Já þessir dagar! Brjálað að gera í lærdómnum og svo skilst mér að sumarið sé að koma þarna fyrir utan. Ekki veit ég mikið um það því að dagarnir líða inni í skólanum frá morgni til kvölds og ekki mikið um að maður svo mikið sem líti út um gluggann.
Það eina sem tengir mig við veröldina fyrir utan er tölvan, því ég tek mér stundum pásu frá verefnunum yfir daginn og þá kíki ég á vefinn og reyni þannig að fylgjast aðeins með.
Núna er að hefjast síðasta kennsluvikan og ég sé ekki fram á að geta klárað öll verkefnin sem ég á að klára (eða á að vera búin að klára!!) en ég geri það sem ég get og fjandinn hafi það, ég fer nú ekki að klúðra þessu núna á næst-síðustu önninni!!!

Kveðja til ykkar sem kíkja hérna við!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nei Anna!

Alveg stranglega bannað að klúðra málunum núna.....:)

Gangi þér vel með þetta allt saman....hlakka til að sjá þig þegar törnin hjá þér er búin!

Kveðja Inda!

24 apríl, 2005 15:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Ohhhh ekki öfunda ég þig á þessari lærdóms geðveiki kæra vinkona.

24 apríl, 2005 22:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe gleymdi,þetta er Magga

24 apríl, 2005 22:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Stattu þig stelpa c",) Tökum svo gott prjóna og kjaftæðiskvöld þegar þessi törn er búin

25 apríl, 2005 15:36  

Skrifa ummæli

<< Home