29.4.09

Próf framundan

Ég er búin að skila inn "pre-dissertation" sem er stórt verkefni og undirbúningur fyrir lokaverkefnið mitt. Núna eru þrjú próf framundan hjá mér, það fyrsta næsta mánudag og hin tvö þann 15. og 16. maí. Ég þarf að læra HELLING fyrir þessi próf svo nú er um að gera að halda vel á spöðunum næstu vikurnar.

Ég er svoddan sveitaskrúfa, hef aldrei áður búið í útlöndum, svo að mér finnst hin einföldustu atriði hérna skemmtileg :) Til dæmis vorið, ohh yndislegt að sjá trén blómstra! Hef bara heyrst um svoleiðis í bíómyndum og bókum en aldrei séð það sjálf með eigin augum. Hérna eru Kirsuberjatrén bleik og hvít (er sko búin að spurjast fyrir um hvaða tré þetta eru því ekki vissi ég það!) og vá hvað það er yndislega fallegt! Set inn myndir af því bráðum.

Kveðja til allra sem kíkja hingað inn :)

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kveðja til baka og vertu dugleg að læra.
kveðja Ásdís

30 apríl, 2009 11:41  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Anna, já gangi þér vel í prófunum, já vorið í Evrópu er yndilegt, hér vorar svolítið seinna en það er búið að rigna hér og rigna, við förum alveg að drukna hér, en Reykjavík er að byrja að taka á sig græna slikju og aðeins byrjað að springa út á trjánum. Ég man að þegar ég bjó í Svíþjóð þá var ég alveg hugfangin yfir litunum á trjánum á vorin, bara yndislegt.

Kveðja Idda

04 maí, 2009 08:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel í prófunum.

Óðinn er farin að spyrja óþarflega oft um peysuna sem á að koma með póstinum frá útlöndum hehe :)

Knús á þig og Hildi ..

Inda

04 maí, 2009 13:43  
Anonymous Nafnlaus said...

lesa lesa kona góð vera dugleg að læra ; ),,,mig langar út að sjá vorið ,, orðin hundleið á þessari rigningu og haustveðri ;(
kv Anna Birna

04 maí, 2009 22:36  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Anna mín. Í morgun þegar ég fór í vinnu var krapi á framrúðunni sem hafði ekki einu sinni náð að bráðna í sólinni þannig að það hefur frosið vel í nótt. Þetta segi ég svo að þú verðir enn sælli með vorið þitt í Edinborg og blómin á trjánum. Ég gekk í gær framhjá heilu limgerði af sírenum sem eiga eftir að blómstra yndislega í sumar. Ég hlakka til að sjá limgerðið þá.
Bestu baráttukveðjur, Sigga frænka.

06 maí, 2009 10:36  
Anonymous Díana said...

Ahh það er æðislegt að sjá trén blómstra!
en ég vona að þú blómstrir í prófunum!

09 maí, 2009 21:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er að hlýna hérna á klakanum, yndislegt að "sjá" aðeins til þín og sjá þig vera að blómstra við það sem þú ert að gera. Nafnan þín er í Steinársveitinni með Sigtrygg og Kristján Atli er hjá mér .... og það er loksins að koma vor...kveðja Ömmumamma.

13 maí, 2009 09:02  

Skrifa ummæli

<< Home