19.4.05

Fær maður það sem maður gefur?

Ég hef stundum velt þessari spurningu fyrir mér. Ég reyni að koma fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig og kenni stelpunum mínum sömu gildi. Svo lendir maður óhjákvæmilega í því á lífsleiðinni að sumt samferðarfólk manns er ekki á sama máli. Ég verð alltaf svolítið hvummsa þeagar ég fæ framkomu sem ég get ekki séð að ég hafi átt skilið. Núna síðustu misseri, ja t.d. bara það sem af er þessu ári, hef ég lent í svona aðstæðum óvenju oft. Ég er samt alls ekki að meina að ég eigi ekki stundum skilda þá framkomu sem ég fæ, þó hún sé leiðinleg, nei nei, en samt finnst mér illa þolanlegt allt óréttlæti.
Ég er t.d. þannig gerð að ég vill frekar að mér sé sagt satt, þó það sé sárt, heldur en að farið sé í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut og eitt er það atriði sem ég ALL EKKI ÞOLI, það er að vera höfð fyrir rangri sök!!
Ég hef t.d. ekki komist í gang almennilega í neinni vinnu í skólanum núna eftir áramótin. Ég lenti í leiðindum sem ég hafði ekki heilsu (geðræna) til þess að takast á við og bakkaði þess vegna út úr þeim. Það sem gerði mig svo hvummsa í þeim efnum var að það var fullt af fólki sem hafði tækifæri til þess að leiðrétta málið eða hjálpa mér að leiðrétta málið en það gerði enginn neitt. Ég held að ég sé ein um þá skoðun en mér finnst ekki hafa verið komið vel fram við mig. Og það sem helst gerir mig hissa og ringlaða er það að fólkið sem stóð í þessu er yfirhöfuð alveg eðal manneskjur, það voru bara ein eða tvær sem gögguðu hæst. Ég bara, satt að segja, veit ekki hvað ég gerði til þess að eiga þetta skilið.
Ég ætti ekki að vera að velta þessu fyrir mér en þetta hefur áhrif á mig. Núna er þetta nám að verða búið, við sem höfum verið saman í bekk síðustu 3-5 árin hittumst ekki mikið meira svona öll saman og það hefði verið svo gaman að geta haldið upp á þessi tímamót öll saman núna í lok annarinnar en ég er með svo blendnar tilfinningar að ég veit ekki hvort ég gæti það. Ég sé eftir þessari önn!

Ég veit vel að ég er ekki endilega neitt saklaust fórnarlamb hvað varðar félagsanda og svoleiðis. Hef alltaf rekist illa í hóp og hleypi fólki ekki of nálægt mér. En ég hélt ekki að ég hefði verið svona ómöguleg að öllum sé alveg sama þó ég detti út úr hópnum. Hmm, það er líklega þetta með að sjá ekki flísina í eigin auga!

Eitt enn, fyrst ég er farin að skammast og rausa þá er eitt atriði sem ég þoli ekki. Það er þegar vinir mínir (sérstaklega þeir, en samt á þetta við svona almennt) svara ekki sms-um eða símtölum. Mér finnst það eitthvað svo dónalegt. Eins og maður skipti ekki nógu miklu máli til þess að það taki því að svara. Þekki nokkra svona.

Jæja varð að koma þessu frá mér, sumt kraumar og kraumar þangað til lokinu er lyft af og allt flóir út úr......

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jæja litla sys, gott að fá útrás, þú ert nú ekkert mikið verri en flestir aðrir en það er best að fara að athuga það nánar....hahahaha. Nei í alvöru, berðu höfuðið hátt og hugsaðu ekki um hvað aðrir gera og halda það er bara þeirra tap að vilja ekki kynnast þínum ynnra manni. Við hin munum örugglega halda áfram að þekkja þig alveg skammlaust og stolt af því. Love stóra systir

19 apríl, 2005 21:08  

Skrifa ummæli

<< Home