30.4.07

Alltaf gaman af svona persónuleikaprófum á netinu

Tók nokkur og hér eru niðurstöðurnar, dæmi nú hver fyrir sig um mig:
Jung Test Results:
INFP - "Questor". High capacity for caring. Emotional face to the world. High sense of honor derived from internal values. 4.4% of total population.
Free Jung Word Choice Test (similar to MBTI)
personality tests by similarminds.com



Og annað frá sömu síðu:

Big Five Word Test Results
Extroversion (41%) moderately low which suggests you are reclusive, quiet, unassertive, and secretive.
Accommodation (55%) medium which suggests you are moderately kind natured, trusting, and helpful while still maintaining your own interests.
Orderliness (52%) medium which suggests you are moderately organized, structured, and self controlled while still remaining flexible, varied, and fun.
Emotional Stability (58%) moderately high which suggests you are relaxed, calm, secure, and optimistic.
Inquisitiveness (52%) medium which suggests you are moderately intellectual, curious, and imaginative.

25.4.07

Mikið um að vera hjá Akureyrarfjölskyldunni

Já það er óhætt að segja að síðustu dagar hafi verið viðburðarríkir hjá Dísu systir og fjölskyldu, þá sérstaklega honum Veigari frænda mínum.


Á Sumardaginn fyrsta tók hann við íslandsmeistaratitli fjórða flokks með hokký liðinu sínu, SA - Til hamingju með sigurinn strákar!!! Á laugardaginn fermdist drengurinn svo í Akureyrarkirkju og á eftir hélt hann á litlu systir sinni undir skírn :) Í dag á Veigar svo afmæli og er orðinn 14 ára gamall - Til hamingju með afmælið gullið mitt!!!


Þannig að þið sjáið það að er nóg að gera hjá þeim þarna fyrir norðan.

Ég ætlaði að setja inn mynd af íslandsmeisturunum en fann enga á netinu, finnst nú að SA þurfi að bæta úr því! En set í staðinn flotta fjölskyldumynd sem tekin var í fermingunni/skírninni.




Bless þar til næst...

p.s. Ég er búin að bæta inn í tengiliðina hérna til hliðar.

16.4.07

Afmæli og fleira


Takk fyrir hamingjuóskirnar á afmælisdaginn.

Ég varð s.s. 37 ára síðasta föstudag sem var föstudagurinn 13. Eins gott að ég er ekki hjátrúarfull því að auki þá búa tveir svartir kettir á heimilinu :)

Dagurinn var bara venjulegur enda ekki um neitt stórafmæli að ræða. Ég fékk þó einn afmælispakka (sko fékk líka pening en hann var ekki pakkaður inn) frá Dagrúnu :) Ég bauð samstarfsfólki mínu upp á videó-partý eftir vinnu þar sem við horfðum á myndina "The Towering Inferno" sem er frá árinu 1974 og er um eldsvoða í háhýsi. Við "brunaliðið" á skrifstofunni sátum yfir henni með bjór og nasl og nutum þess að vera nördar, he he he....!

Dagrún kom svo og sótti mig og við fórum heim og héldum áfram að drekka bjór og kjafta frá okkur allt vit. Ætluðum í bæjinn að kíkja á pöbb en kjöftuðum það frá okkur. Við erum bara svo skemmtilegar að við þurfum ekkert alltaf að sækja í félagsskap annarra:)


Á laugardaginn fórum við vinkonurnar svo í búðaráp. Nei nei, við fórum ekki í Kringluna eða Smáralind (surprise-surprise!!) heldur í mótorhjólafatnaðabúðir (vá langt orð!). Ég ætlaði að nota afmælispeninginn í að kaupa mér skó til að hjóla í en endaði "óvart" með goretex jakka og buxur AUK skónna! Sko... er búin að ætla mér að fá mér goretex en er alltaf að fresta því vegna þess hve það er dýrt. En þegar maður rekst á þetta á góðu verði og svo var 50% afsláttur af því þá bara er ekki aftur snúið. Verð að vísu að segja að þegar ég var búin að dressa mig upp í þennan galla í gær til að fara út að hjóla, þá leið mér ekkert eins og mótorhjólatöffara eins og þegar ég er í leðrinu. Mér fannst frekar eins og ég væri gölluð upp til að fara út að leika mér í snjónum!!! En jæja jæja ekkert pjatt! þetta er fjandi hlýtt og ég hlakka til að geta ferðast í sumar og verið bæði hlýtt og þurr...!


Að lokum þá er hér ein mynd af litlu frænku, henni Ebbu Þórunni. Myndin var tekin fyrir mig á afmælisdaginn minn og hún liggur á fína teppinu sem ég prjónaði handa henni.

- Dúlla Snúlla-!!!

12.4.07

Já ég veit

ég hef ekki nennt að skrifa neitt hérna inn lengi. Það verður bara að hafa það, enda er þetta blogg ætlað fyrir mig sjálfa til að fá útrás fyrir athyglisýkinni og ef hún lætur á sér standa þá bara er það allt í lagi :)

Páskarnir voru notalegir og algerir letidagar. Stelpurnar fóru vestur svo ég var heima með dýragarðinn okkar. Skrapp að vísu með Depil með mér í heimsókn til Ingu samstarfskonu minnar og hennar barna í sumarbústað í Reykholtsdal. Það var yndislegt, leti og át til skiptis, alveg eins og páskar eiga að vera.

Lífið hefur sem sagt verið ljúft undanfarið og mikið pælt og hugsað í mínum litla heila. Framtíðin er helst á dagskrá þar og ætli ég reyni ekki að skrifa sér færslu um þær pælingar bráðlega.
Svo er líka kominn tími til að taka til hérna á síðunni í tenglum og svoleiðis, finn mér tíma í það líka bráðum.

Bless þar til ég nenni næst....

2.4.07

Nýliðin helgi

Ég skrapp í Þykkvabæinn á laugardaginn og fór á kartöfluballið. Mmmm... þvílíkt endalaust góður matur!! Svo var drukkið (að sjálfsögðu í hófi!) og dansað fram á nótt. Við buðum í eftirpartý í Oddsparti en mætingin var frekar dræm enda kannski ágætt því við sofnuðum fljótlega hvert af öðru.
Mætingin í okkar hópi var dræmri en í fyrra enda var þá líka innflutningspartý í Oddsparti en núna voru það ég og Scot, Egili, Doddi og Einar auk að sjálfsögðu ábúandans.
Á sunnudaginn náði ég svo í hjólið mitt sem hafði verið í vetrargeymslu í einni kartöflugeymslunni og eftir að Einar hafði sett nýjan rafgeymi í það þá hjólaði ég heim. Ahhh.... dásamlegt að vera komin á hjólið aftur eftir vetrardvala og viðgerðarhlé! Það var að vísu skítkallt að hjóla yfir Hellisheiðina og þurfti langa, heita sturtu þegar heim var komið tið að þýða nokkra líkamsparta. Alveg þess virði samt sem áður :)

Stelpurnar ætla vestur um páskana og ég ætla að njóta einverunnar heima og klára nokkur verkefni sem ég hef látið sitja á hakanum. Ekki er heldur ósennilegt að ég taki einhverja hjólatúra ef veður leyfir.

Að lokum þá heitir hún litla frænka mín á Akureyrir Ebba Þórunn Jónsdóttir :) Ég þarf alveg að hafa mig alla við til að hemja mig um að bruna norður til að fá að knúsa hana en það er ekkert svo langt í ferminguna hans Veigars og þá fæ ég að sjá þau öll.

Heyrumst....