Það er komin nótt
Núna er klukkan sem sagt rúmlega 2 að nóttu til og ég ennþá uppi í skóla. Er að vona að ég verði komin heim fyrir kl.3.
Vikan er búin að vera strembin í lærdóminum en mér hefur gengið vel og orðið mikið úr verki og þá er ég svo ánægð :) Enn er ekki allt búið en á mánudaginn á ég að skila síðasta verkefninu og á þriðjudaginn er munnlegt próf OG svo er ég búin!!!
Ég er líka búin að fá vinnu í sumar og líklega lengur. Ég fer að vinna hjá verktakafyrirtæki í Hafnarfirði sem heitir Þórsafl. Þeir eru bæði í nýbyggingum og viðhaldi og endurbótum. Ég kem til með að vera eini tæknifræðingurinn þarna og verða verkefnin mín fjölbreytt. Ég hlakka til að fá að kljást við þetta og kvíði bara ekkert fyrir því að ég kunni ekki nógu mikið. Ég veit ekki hvaðan ég fæ allt í einu þessa trú á mér! Líklega veit ég bara hvað ég kann og hvað ég treysti mér í. Það verður líka mjög gott fyrir mig að fá að vera á byggingarstöðum og svoleiðis því að það er sú reynsla sem mig vantar helst.
Jæja, ekki meira snakk hér núna, er að fara að koma mér heim að sofa
2 Comments:
Til hamingju með vinnuna :)
flott hjá þér og til hamingju, ég fer í lokaprófið mitt í HA á miðvikudaginn, ætlaði að læra í allan dag en.... dulítið mikið rauðvín hjá okkur Kollu vinkonu minni í gær....
Gangi þér vel í vikunni
Skrifa ummæli
<< Home