25.8.05

Enn eitt prófið á netinu :)

Ég hef stundum svooo gaman af þessu, sérstaklega þegar maður fær alltaf svo jákvæðar niðurstöður, hehehe! En þetta eru niðurstöðurnar úr "Whats your bests quality"?


What's Your Best Quality?
Use What You've Got to Get What You Want

Anna, your best quality shines through in how Intelligent you are

The fact that you're a smart person who is more able to understand complex concepts than many other people are really draws people to you! But that's not the only thing. Your answers on the test indicate you're an independent person who is usually able to handle things in a self-sufficient manner. You are generally a self-assured and confident person who has the strength to handle difficult situations, too.

In all, there are 15 qualities that help define you when you're at your best. Those are the traits potential employers, friends, and partners look for in you. What makes you unique is your particular distribution of those 15 qualities.

We've found that your particular combination of qualities is rare — only 1 in 10,000 people share the same general mix of traits. Those are great odds if you're trying to show a potential employer, colleague, friend, or date why you're exactly the right person for them.

Ekki slæmt ha? !!!

24.8.05

Lokaverkefni

Í dag á ég að byrja formlega á lokaverkefninu mínu og hef 15 vikur til þess að ljúka því. Skiladagur er s.s. þann 7.desember. Ég er búin að hafa samband við Gumma bruna, hann er leiðbeinandi minn og vona að ég geti hitt hann í vikunni.
Lokaverkefnið mitt verður brunahönnun og burðarþolsútreikningar skv. eurocode stöðlum á fjögurra hæða húsi með stál-burðarvirki og tilbúnum veggeiningum. Einnig ætla ég svo að bera saman brunaþol þessa húss miðað við venjulegt staðsteypt hús eftir sömu teikningu. Spennandi, ekki satt??? :)

Stelpurnar eru byrjaðar í sínum skólum. Hildur komin í 6.bekk í Háteigsskóla og tekur því með sínu jafnaðargeði. Er ekkert of spennt en svona allt í lagi:)
Ólöf er byrjuð í MR og er frekar spennt yfir því. Við mæðgurnar þyrftum svo að setjast saman niður og skipuleggja okkur aðeins fyrir veturinn, t.d. skipta með okkur húsverkum og taka frá ákveðinn tíma á daginn fyrir heimavinnu svo hún endi ekki á kvöldin. Það vantar ekki, fyrirætlanirnar eru alltaf góðar svona fyrst á haustin:-/ hehehe... svo er bara að halda sig við áætlanirnar.....!

Ta ta.. till next time!

19.8.05

Sulta-sulta-sulta

Já nú eru haustverkin á hámæli á öllum heimilum og er mitt ekki undandskilið. Ég tók mig til í gærkvöldi og bjó til 5 tegundir af sultum. ókei ókei... ég er að reyna að láta þetta hljóma miklu betur en það gerir, hahaha... En ég bjó samt til 5 tegundir af sultum og þetta er í fyrsta skiptið sem ég sulta. Þetta eru að vísu bara 2-4 krukkur af hverri tegund en ég var í tilraunastuði. Blandaði saman rabarbara og apríkósum ásamt sítrónuberki, það varð voða gott. Svo setti ég saman aðalbláber og jarðaber, nammi namm tókst líka vel. Bláber og rabarbari varð líka voða gott og einnig venjulega rabarbarasultan. Það tókst ekki alveg eins vel með appelsínur og apríkósur, það varð svona heldur þykkt og klístrað en ágætt á bragðið.

Skólinn verður settur hjá mér í dag og hjá stelpunum eftir helgina. Allt að fara á fullt aftur!!! Ég ætla að reyna að vinna 1/2 daginn með skólanum, Það verður bara að koma í ljós hvernig það gengur. En ég er s.s að fara að gera lokaverkefnið mitt og stefni á að útskrifast í janúar og verð þá orðin byggingatæknifræðingur :) og til að halda áfram að svara henni Mörtu, þá bý ég ennþá á sama stað og ég held að það hljóti að vera kominn tími á að þú kíkir í heimsókn! Ég er nú búin að kíkja til þín þó það séu einhver ár síðan ;) hehe, maður er alltaf jafn góður í að halda sambandi við fólk, ha!!!

Ég stefni á að kíkja í bæinn á morgun og taka þátt í einhverjum viðburðum menningarnætur, allavega ætlum við Dísa með krakkana á tónleikana á hafnarbakkanum og sjá flugeldasýninguna. Veit samt ekki hvað Jón Ólafur getur vakað lengi;) Hann er alger perla þessi drengur:)

Vonandi rekst ég nú á einhverja í bænum, ég meina sem ég þekki sko því ég efast ekki um að maður "rekist" á fullt af fólki ef miða má við fjöldann undanfarin ár, en sjáumst á menningarnótt í miðborginni folks...

16.8.05

Helgin...

Síðan ég bloggaði síðast er ég búin að skreppa aftur vestur til Ísafjarðar. Ég keyrði af stað eftir vinnu á föstudaginn og var hjá ömmu á Bökkunum fram á sunnudag. Þá tók ég Hildi með mér suður aftur.
Það var voðalega gott að sofa í gamla húsinu hjá ömmu. Að vísu er hitastigið innan húss miðað við aldur og ástand íbúans, þ.e. allt of heitt!!!! En maður tekur því bara eins og öðru þarna: "eins og það er"!!! :)
Á laugardaginn vorum við mæðgur voðalega myndarlegar og fórum til berja. Tíndum um 2 1/2 kg af aðalbláberjum inni í Engidal. Það er komið mikið af berjum en verður líklega enn meira eftir svo sem eina viku í viðbót. Ég tók líka smá rabarbara í garðinum á Bökkunum og nú er bara að vinda sér í haustverkin og fara að sulta. Er að hugsa um að gera smá tilraunir og útúrdúra með þessi hráefni.

Á leiðinni suður stoppuðum við fyrst í Búðardal og kíktum í kaupfélagið. Þar rákumst við á Sigga afa og Deddu ömmu sem voru á leið vestur með Guðríði og Samma. Óvænt ánægja að hitta þau þarna. Í Borgarnesi hittum við svo Dagrúnu, Níels, Dótlu, Jónu og Eggert. Þetta er allt hjólalið sem var að koma frá Stykkishólmi. Eitthvað voru þau nú framlág og sögðu að heilsan hefði orðið eftir í Stykkishólmi...! Öll komust þó í bæinn að lokum þótt heilsufarið hefði alls ekki bent til þess að það mundi takast! Mikið var ég fegin að það var ekki ég sem var svona timbruð,hehehe...!

Jæja, ég vona að þeir sem stoppa hérna við láti vita af sér með smá kveðju, alltaf gaman að heyra frá ykkur. Bless þar til næst...

11.8.05

What's Your Cat's True Identity?

Ég tók þetta test með Sir William í huga:



Former Incarnation: Al Capone


Aliases: Biggie, Mugsy, Vinny, Chunko, Bunto, Killer,Claws, The Predator, Meanie, Feathers

Description: Subject is known murderer, and has taste for the blood of birds and small rodents. Although known for rough behavior, subject always remains well groomed and wearing immaculately tailored coat. Fur may be illegally imported from Italy. Probably has scars. Runs catnip ring, and extorts cat food from others. May meow with slight Brooklyn accent. Prefers to stay in its own neighborhood, but strays into other areas at night. Fearless defender of the homestead from all invading squirrels or mice. Does not give a hoot about other cats, and will attack just for kicks. Good for a quick cuddle, but do not push this cat too far. Protective eyewear suggested. Ankle injury likely upon meeting subject. Has earned a degree in creative shredding of valuables. Loves gangster movies.

10.8.05

Bloggleti

Nýyrði í íslensku: "bloggleti" samansett úr tökuorðinu "að blogga" og hinu rammíslenska orði "leti" - sagnorð komið af "latur".
"að blogga" þýðir að halda dagbók á internetinu, öðru orði veraldarvefnum.
"latur" - þýir sá sem nennir ekki að gera neitt.

Anna Málfríður er sem sagt haldin þessari svokölluðu "bloggleti" þessa dagana og við því er engin lækning nema bara að bíða eftir að það líði hjá.

3.8.05

Hver ég er...

"Hver ég er" eftir Guðmund E. Geirdal.

Ég lifi og lífið þrái
og lífið var og er mitt.
Ég er skugginn af eigin sköpum
er skyggir á takmark sitt.

Ég græ og þrái að gróa,
er gróður á tímans möl.
Einn af litum málarans mikla
í myndinni af heimsins kvöl.

Ég elska. - En hvað er að elska?
Það er upphaf að nýrri þrá
og ósk, sem að æsir og kvelur.-
Ég er óskin á lífsins brá.

Ég er athugull áhorfandi -
og oft mig í hjartað sker
annarra þjáning, en - eigin
áhyggjur nægja mér.

Ég er fræið við fótskör lífsins,
sem fram úr duftinu grær. -
Ég er myrkrið, sem meðtek ljósið
frá meðbræðrum nær og fjær.

Ég er vafalaust verðandi stjarna
í vestri - því sjáið þið til:
frá meðbræðrum meðtekið hef ég
svo mikið af ljósi og yl.


Ég fann þetta ljóð í bók hjá ömmu á Bökkunum. Bókin er gefin út í kringum 1919 og þetta höfðaði svo til mín um leið og ég las það. Þetta er eins og talað úr mínum munni. Langaði að deila þessu með ykkur :)