1.4.05

í pabbaleik...

Já ég brá mér út fyrir blokkina í pabbaleik í vikunni. Við Hildur tókum hjólið hennar út úr geymslunni og ég smurði það, herti rær og skrúfur og hækkaði hnakkinn. Svo labbaði hún með það á næstu bensínstöð og lét pumpa í dekkin. Svo að nú er hún tilbúin fyrir sumarið, blessunin. En ástæða þess að ég kalla þetta pabbaleik er sú að ég var eina mamman með nokkrum pöbbum við þessa iðju ;) En við stelpurnar erum nú vanar að láta það ekki stoppa okkur, þ.e.a.s. einhver skilgreind eða óskilgreind kynhlutverk. Ég á bara mín verkfæri og geri flest það sem gera þarf. Nema ef um bílinn er að ræða. Þá leita ég á náðir Einars eða Sigga frænda. Enda alveg óþarfi að maður geti gert allt sjálfur, ekki satt?

Jæja verð að fara að drífa mig, er að fara á námskeið í Mathcad (stærðfræðiforrit) til kl.18 í dag og svo er teiknitími í fyrramálið og aftur Mathcad-námskeið á sunnudaginn. Sem sagt, engin helgi framundan hjá mér.... :(

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home