7.4.05

Húsráð :)

Hér koma nokkur góð húsráð fyrir önnum kafnar húsmæður. Sum hef ég lesið um einhvers staðar en önnur hafa óvart poppað upp í dagsins önn. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera "svindaðgerðir" til þess að heimilið líti ágætlega út á yfirborðinu þó maður hafi ekki haft tíma til þess að þrífa vel og vandlega.

1. Þurrkið af fremst í bókahillum og dragið svo bækurnar aðeins lengra fram.
2. Raðið snyrtilega nokkrum hlutum fremst í alla skápa þá er engin þörf á því að taka alveg til í þeim. (Það getur nefnilega komið fyrir að fólk sjái inn í skápana hjá þér þegar það kemur í heimsókn.)
3. Spreyið Ajax eða öðrum hreingerningarlegi með frískandi lykt á volga eldavélarhellu. Þá ilmar allt húsið af hreinlæti.
4. Sópið eða moppið meðfram öllu (ekki nauðsynlegt að fara undir alla hluti!!).
5. Eigið tilbúið smákökudeig í frysti, t.d. súkkulaðibitakökur sem auðvelt er að skera niður og skellið þeim í ofninn áður en von er á gestum (hafið þið ekki séð Maryland deigið sem hægt er að kaupa í Bónus?). Þá er eins og það sé hinn eðlilegasti hlutur fyrir ykkur að skella einhverju í ofninn hvenær sem er!
6. Dimmið ljósin og kveikið á kertum, þá sér enginn hvort vel eða illa er þrifið :)

Þetta getur verið nauðsynlegt í dagsins önn þegar maður hefur engan tíma til þess að vera hin fullkomna húsmóðir. En það skal tekið fram að æskilegt er að þrífa a.m.k einu sinni á ári út í öll horn.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já já, þetta eru ágæt ráð..... ég vinn nú á fullkomnu sambýli þar sem er bakað og eldað bara út í eitt.... Jonni var með mér í heimsókn þar í dag og sagði öllum að mamma sín kynni sko að baka súkkulaðiköku hún keypti bara svona duft og hrærði það ummmm.
Ég skil ekkert í því að allir hlógu

07 apríl, 2005 20:10  
Blogger Anna Malfridur said...

Hehe, hreinskilni barnanna er óborganleg ;) Það þýðir ekkert að þykjast neitt þegar þau eru nálægt!

08 apríl, 2005 12:54  

Skrifa ummæli

<< Home