13.5.09

próf = lítið blogg

Bara að kasta inn kveðju hérna og þakka notaleg komment.

Ég á tvö próf eftir, annað á föstudaginn og hitt á laugardaginn. Þau eru bæði frekar erfið, finnst mér og töluvert sem ég þarf að liggja yfir námsefninu ef ég á að komast í gegnum þau.
Það heldur mér gangandi við undirbúining þessara prófa er að þetta eru síðustu prófin og svo á ég "bara" mastersritgerðina eftir, er s.s. farin að sjá fyrir endann á þessu námi. Svo er líka voða skemmtileg gulrót fyrir framan mig og það er að það er svo margt skemmtilegt planað um næstu helgi með skemmtilegu fólki. Það er planað Eurovision-partý og grill með Íslendingagrúbbu á laugardagskvöldið og svo er ætlunin að fara í Blair Drummond safari park á sunnudaginn. Á mánudaginn á hún Hildur svo afmæli og þá ætlum við að steikja íslenska lambalærið sem Dagrún færði okkur og erum búin að bjóða nágrönnunum og Sungwook skólafélaga mínum í mat.
Þannig að nú er bara að grúfa sig yfir námsefnið fyrir tvö síðustu prófin svo skemmtilegheitin geti tekið völdin!!

Kveðja frá kvíðinni og spenntri Önnu í Edinborg!

4 Comments:

Blogger Unknown said...

Sendi baráttukveðjur til þín. Ef ég þekki þig rétt þá ferðu í gegnum þetta og stendur þig með prýði. Er ótrúlega ánægð með þig og finnst þú svo dugleg að drífa þig í þetta erfiða mastersnám. Það er hvort sem er allt hálf dapurt hérna megin og bara um að gera að læra svolítið á meðan.

Góða skemmtun eftir prófin um helgina og mundu og kjósa okkur :)

13 maí, 2009 19:01  
Anonymous Nafnlaus said...

tuff, tuff, er með þér í anda, gangi þér vel...
kveðja, sigga #677

14 maí, 2009 08:18  
Anonymous Nafnlaus said...

GO GIRL ! You can do it, meira að segja hev... vel.
Njóttu svo gleðinnar um helgina og ÁFRAM ÍSLAND! Mundu að kjósa!
Knúsaðu Hildi frá okkur, og sérstaklega mikið á mánudaginn.
Ásdís

14 maí, 2009 11:06  
Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel Anna mín! Þú ert svo einbeitt og ákveðin að þú átt eftir að rúlla þessu upp :)

Bestu kveðjur til þín og bestustu afmæliskveðjur til Hildar (betra seint en aldrei)

kveðjur úr íslenska vorinu... sem fýkur dálítið hratt framhjá...

Sif

19 maí, 2009 09:58  

Skrifa ummæli

<< Home