18.4.05

Komin heim og skólinn kallar!

Jú jú, ég er komin heim og í skólann.
Ég átti stuttan en yndislegan dag í Salzburg á föstudaginn. Ferðalagið frá Vín tók aðeins lengri tíma en ætlað var vegna smá seinkanna og svoleiðis en ég naut þessara fáu tíma þar alveg í botn. Að mínu mati er Salzburg meira aðlaðandi borg en Vín, líklega vegna stórkostlegs umhverfis og af því að hún er miklu minni. Hefði alveg verið til í að eiga lengri tíma þar.
Laugardagurinn var svo ferðadagur. Fór fljúgandi frá Salzburg snemma um morguninn og átti þá 6-8 tíma í London. Þar labbaði ég niður Porto-Bellu road og skoðaði geðveika markaðinn þar. Antikmarkaður o.fl. Þegar ég verð orðin rík, þá ætla ég að fara þarna og versla MIKIÐ!!!
Flaug svo heim um kvöldið og var komin alla leið heim um miðnættið. Þá var ég búin að vera á fótum frá því kl. 5 um morguninn að íslenskum tíma og var orðin frekar þreytt.

Á sunnudagsmorguninn fórum við Hildur og mamma að horfa á Jonna og Veigar keppa í íshokký. Jonni litli ponni, 6 ára gamall að keppa í íshokký, þvílík dúlla. Það er alveg frábært að sjá þessa litlu krakka keppa í þessari erfiðu íþrótt. Veigar var ég að sjá í þriðja skiptið og það sem honum hefur farið fram síðan ég sá hann fyrst í haust!! Duglegur frændur! :)

Jæja einhverjar hugleiðingar koma seinna, veitir víst ekki af að fara að læra!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home