Námið búið, er á heimleið
Nú er mastersnáminu mínu, sem ég lagði upp í fyrir réttu ári síðan, lokið. Formeg útskrift verður í lok nóvember en allt sem viðkemur náminu sjálfu er búið - "over and done!" Ég er mjög ánægð með viðbrögðin við ritgerðinni og veggspjaldinu mínu, sem var hluti af nokkurs konar vörn og bíð spennt eftir einkunninni.
Ég hef ekki náð að fagna námslokunum því mér líður svo undarlega þessa dagana. Ég held að óvissan um hvað framundan er sé að spila þar inní. En ég er á heimleið, allavega í bili á meðan ég held áfram að leita að atvinnu og kem líklega til Íslands í næstu viku. Það sem þá tekur við er að losa búslóðina mína úr geymslunni, henda meiru og reyna að gefa sem mest. Svo liggur leiðin heim á Ísafjörð og lengra nær planið ekki ....
Bestu kveðjur frá Edinborg - ætli næsta færsla verði ekki frá Íslandi...?
4 Comments:
Innilega til hamingju!
I love ωhat you guys tend to be up too. This κind of clеver woгk
and eхposure! Keep up the terrific woгks guys I've added you guys to our blogroll.
My web blog: http://www.tensunitsforpain.com
My web site - tens unit
Thanks a lot for shагing thiѕ with all folks you аctually rеcоgnise what you're speaking approximately! Bookmarked. Kindly also consult with my web site =). We may have a link alternate agreement between us
My blog post ... irving taxi service
Also see my page - taxi service irving tx
happy anniversary uncle aunty
Skrifa ummæli
<< Home