28.6.09

Góðir dagar

Ólöf er komin og farin. Við áttum saman skemmtilega daga, skoðuðum sögulega staði í borginni og slatta af búðum :) Það var sól og 20-30 stiga hiti þessa daga sem hún stoppaði og ég held að hún hafi ekki átt von á svoleiðis veðri í Skotlandi enda landið þekkt fyrir flest annað en sólstrandaveður. Góður tími saman og margt spjallað og spekúlerað!

Núna verð ég að halda vel á spöðunum í verkefninu ef ég á að ná að klára það á réttum tíma og skila af mér góðri ritgerð.

Góðar kveðjur til allra....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home