28.1.09

Amma í Sveitinni

Elskuleg amma mín í sveitinni dó í gær eftir erfið veikindi. Hún var búin að vera lungnaveik lengi en í fyrravor veiktist hún mjög alvarlega og hefur aldrei náð sér almennilega eftir það. Á meðan hún lá fárveik á sjúkrahúsi í apríl í fyrra, lést hann Jónas afi, maðurinn hennar skyndilega og var það mjög mikill missir. Þau voru alltaf mjög samrýnd hjón og gátu eiginlega ekki án hvors annars verið svo líklega kemur það fáum á óvart að það hafi orðið stutt á milli andláts þeirra.
Það eru frekar blendnar tilfinningar sem togast á í mér. Annars vegar þá er mér létt að amma þurfi ekki að þjást frekar, því lífið var henni afskaplega erfitt upp á síðkastið, en svo hins vegar þá myndast tómarúm þar sem hennar staður er og ég sakna hennar nú þegar. Það verður voðalega skrítið að koma heim og hafa enga ömmu í sveitinni!
Hvíl í friði elsku amma mín og ég veit að Jónas hefur beðið eftir þér með opinn arminn!

26.1.09

Seinni hlutinn

Ég er alveg sammála Siggu frænku að mörgu leiti. Ég er ekki viss um að ég mundi endilega velja allar þessar bækur á svona lista en finnst gaman að þessu samt og langar að lesa margar þessara bóka. Það var svo sniðugt í dag þegar ég var uppi í skóla þá gekk ég inn í bókabúðina sem er þarna á campusinum (hmm mjög góð íslenska, ekki satt!!), þetta er pínulítil bókabúð en þar var í gangi tilboð, 2 fyrir 1 á klassískum bókmenntum. Þarna í fann ég á augabragði a.m.k. 10 af þessum 50 fyrstu sem ég setti inn í gær og kosta tvær bækur milli 5-6 pund. Ég held bara að ég sleppi einhverri óhollustunni í hverjum mánuði og kaupi mér frekar tvær góðar bækur :)

En hérna kemur seinni hluti listans, góða skemmtun:

51. Underworld – by Don DeLillo
52. The Catcher in the Rye – by J D Salinger
53. The Handmaid‘s Tale – by Margaret Atwood
54. Lolita – by Vladimir Nabokov
55. Austerlitz – by W G Sebald
56. The Tin Drum – by Günter Grass
57. The Glass Bead Game – by Herman Hesse
58. The Savage Detectives – by Roberto Bolano
59. London fields – by Martin Amis
60. One Hundred Years of Solitude – by Gabriel García Márques
61. My Name is Red – by Orhan Pamuk
62. Gulliver‘s Travels – by Jonathan Swift
63. The Strange Case of Dr Jekyll and Mr Hyde – by Robert Louis Stevenson
64. The Cairo Trilogy – by Naguib Mahfouz
65. Dr Zhivago – by Boris Pasternak
66. Crime and Punishment – by Fyodor Dostoyevsky
67. A Bend in the River – by V S Naipaul
68. Crash – by J G Ballard
69. If On a Winter‘s Night a Traveller – by Italo Calvino
70. The Leopard – by Giuseppe Tomasi di Lampedusa
71. The Dream of the Red Chamber – by Cao Xueqin
72. Dinner at the Homesick Restaurant – by Anne Tyler
73. All Quiet on the Western Front – by Erich Remarque
74. Waiting for the Mahatma – by R K Narayan
75. Cider with Rosie – by Laurie Lee
76. The Trial – by Franz Kafka
77. Catch-22 – by Joseph Heller
78. Alice‘s Adventures in Wonderland – by Lewis Carroll
79. Wide Sargasso Sea – by Jean Rhys
80. Oscar and Lucinda – by Peter Carey
81. The Name of the Rose – by Umberto Eco
82. The Stranger – by Albert Camus
83. Germinal – by Emile Zola
84. The Three Musketeers – by Alexander Dumas
85. The Red and the Black – by Standhal
86. Old Goriot – by Honoré de Balzac
87. On the Road – by Jack Kerouac
88. Eugene Onegin – by Alexander Pushkin
89. The Golden Notebook – by Doris Lessing
90. Under the Net – by Iris Murdoch
91. The Tale of Genji – by Lady Muraski
92. Cold Comfort Farm – by Stella Gibbons
93. Tinker, Tailor, Soldier, Spy – by John le Carré
94. Midnight‘s Children – by Salman Rushdie
95. The Sorrows of Young Werther – by Johann Wolfgang von Goethe
96. One Thousand and One Night – by Anon
97. The Hitchhiker‘s Guide to the Galaxy – by Douglas Adams
98. The Home and the World – by Rabindranath Tagore
99. To Kill a Mockingbird – by Harper Lee
100. The Lord of the Rings – by JRR Tolkein

Ég er bara búin að lesa þrjár af þessum lista svo mér reiknast til að ég eigi 95 eftir.....!

25.1.09

50 efstu bækurnar á listanum

Þar sem ég þarf að pikka inn þennan lista upp úr blaðinu (sjá síðustu færslu) þá ætla ég að taka þetta í tvennu lagi. Það eru nefnilega nokkrir búnir að spurja mig eftir þessum lista svo hefst nú lesturinn:
100 Novels everybody should read in their livetime!

1. Middlemarch – by George Eliot
2. Moby-Dick – by Herman Melville
3. Anna Karenina – by Leo Tolstoj
4. The Portrait of a Lady – by Henry James
5. Heart of Darkness – by Joseph conrad
6. In Search of Lost Time – by Marcel Proust
7. Jane Eyre – by Charlotte Brontë
8. Disgrace – by J M Coetzee
9. Mrs. Dalloway – by Virginia Woolf
10. Don Quixote – by Miguel de Cervantes
11. Pride and Prejudice – by Jane Austin
12. Robinson Crusoe – by Daniel Defoe
13. David Copperfield – by Charles Dickens
14. Wuthering Heights – by Emily Brontë
15. The Code of the Woosters – by P G Wodehouse
16. Brighton Rock – by Graham Greene
17. Tess og the D‘Urbervilles – by Thomas Hardy
18. Scoop – by Evelyn Waugh
19. The War of the Worlds – by H G Wells
20. Tristram Shandy – by Laurence Sterne
21. 1984 – by George Orwell
22. A Passage to India – by E M Forster
23. Madame Bovary – by Gustave Flaubert
24. Ulysses – by James Joyce
25. The Moonston – by Wilkie Collins
26. Cranford – by Elizabeth Gaskell
27. Frankenstein – by Mary Shelley
28. Tom Jones – by Henry Fielding
29. Life: a User‘s Manual – by Georges Perec
30. Atonement – by Ian McEwan
31. Suite Francaise – by Iréne Némirovsky
32. A Dance to the Music of Time – by Anthony Powell
33. Clarissa – by Samuel Richardson
34. The Big Sleep – by Raymond Chandler
35. Lucky Jim – by Kingsley Amis
36. Les Misérables – by Victor Hugo
37. The Warden – by Anthony Trollope
38. The Great Gatsby – by F Scott Fitzgerald
39. Things Fall Apart – by Chinua Achebe
40. The House of Mirth – by Edith Wharton
41. The Hound of the Baskervilles – by Arthur Conan Doyle
42. The Adventures of Huckleberry Finn – by Mark Twain
43. The Rabbit books – by John Updike
44. Nausea – by Jean-Paul Sartre
45. The Voyeur – by Alain Rbbe-Grillet
46. The Prime of Miss Jean Brodie – by Muriel Spark
47. The Unbearable Lightness of Being – by Milan Kundera
48. Go Tell it On the Mountain – by James Baldwin
49. The Grapes of Wrath – by John Steinbeck
50. Beloved – by Tony Morrison

19.1.09

Lestrarhestur með sólarhringinn öfugan

Ég hef alltaf verið kvöldsvæf og ekki nóg með það heldur verð ég líka að fá minn svefn og ekkert raus! Það er mjög seint fyrir mig að fara að sofa eftir miðnætti ef ég á að vakna til vinnu eða skóla morguninn eftir og ef ég fæ ekki mína átta tíma þá er ég hreinlega ónýt og væri vís með að dotta einhvers staðar á miðjum degi.
En núna er ég sko búin að snúa öllu saman á hvolf. Vaki fram eftir nóttu og sef til hádegis. Þetta fer ferlega illa í mig enda verður manni miklu minna úr verki á nóttunni heldur en á morgnana svo tíminn nýtist mjög illa. Ég hef út þessa viku til þess að klára stóra verkefnið mitt og nú þarf ég virkilega að gefa í því að ég á alveg helling eftir. Svo núna hreinlega verð ég að reyna að koma háttatímanum í eðlilegt horf aftur!

Að öðru, ég keypti dagblað hérna um helgina og það er sko gaman að kaupa helgarblöðin hérna. Þau eru á við heila bók með öllum aukablöðunum og dótinu og draslinu sem þeim fylgir. Fékk t.d. tvær gamlar DVD myndir, eitt lítið tímarit ásamt öllum aukablöðunum. Í einu af þessum aukablöðum var skemmtilegur listi yfir 100 bækur sem maður ætti ekki að láta framhjá sér fara á lífsleiðinni (100 "must read" books). Eins og ég er mikill bókaormur þá komst ég að því að ég er bara búin að lesa 3 af þessum bókum og svo hef ég séð sjónvarpsþætti eða kvikmyndir upp úr öðrum þremur eða fjórum. En þetta eru einmitt þessar frægu klassísku sem flestir hafa einhverntíman heyrt um og margar hverjar sem mig hefur alltaf langað til að lesa. Ég held að ég geymi þennan lista og setji mér það markmið að feta mig í rólegheitunum eftir honum út ævina. Flott markmið ekki satt? :)

14.1.09

Lífið heldur áfram

Lífið hjá okkur mæðgum er að komast í fastar skorður aftur eftir heimferð Hildar, prófatörn og jól. Hildur er byrjuð í skólanum sínum en ég er enn í verkefnavinnu, byrja í tímum aftur seinna í mánuðinum.
Þar sem ég byrjaði þessa bloggsíðu í upphafi til þess að skrifa mig upp úr kvíða-og þunglyndis veikindum mínum þá hef ég reynt að setja inn hugleiðingar um þá líðan mína öðru hvoru. Ég upplifði mjög merkan og yndislegan áfanga í þessari ferð minni upp úr pyttinum, núna um jólin. Ég varð pínulítið einmanna eða "blue" þegar ég sat og skoðaði videó að heiman og talaði við fjölskylduna og felldi nokkur tár fyrir svefninn EN... ég réði við það!!! Vaknaði bara hamingjusöm og í góðu jafnvægi daginn eftir og gat notið dagsins. Þetta hljómar líklega ekki merkilegt í margra eyrum en fyrir mig, sem er búin að kljást við mjög erfið kvíðaköst í yfir 8 ár þá var þetta afskaplega stórt skref og mjög svo kærkomið. Ég s.s. réði við eðlilegar tilfinningasveiflur!! Án þess að leggjast undir sæng í 1-2 daga og sjá enga leið út - án þess að hjartslátturinn færi á hundrað og kuldinn hertæki mig alla!! - Þetta er líklega eitt stærsta skrefið í mínu bataferli og mér leið svo vel að geta ráðið við þetta á eðlilegan hátt.

En ég hef líka verið áhyggjufull undanfarið eins og líklega allir eru á þessum síðustu og verstu tímum. Ég veit ekkert hvað verður þegar ég kem heim í haust (- aftur; eins og líklega allir aðrir). Hvar finn ég mér íbúð? Verður næg vinna? (lítur ekki þannig út núna)
Ég er svona lauslega búin að setja 5 ára markmið sem er ósköp einfallt. Ég ætla að reyna að finna íbúð sem uppfyllir lágmarks skilyrði, (geri ekki miklar kröfur aðal málið er að ég ráði við að borga leiguna) og vinna eins mikið og í boði verður til þess að greiða niður skuldir.
Varðandi húsnæði þegar ég kem heim, þá er ég ekki í þeirri stöðu að geta keypt eitthvað (því miður) þar sem ég á ekkert til að leggja út í útborgun. Ef einhver þarna úti er einn og er að spá í að fara að kaupa sér húsnæði á næstunni þá væri tilvalið að slá saman - ekki satt?? :)

Jæja, það var kominn tími á smá alvarlegt blogg því það er jú það sem við erum að kljást við alla daga, ekki satt?

Kveðja og knús á alla...

2.1.09

Hogmanay

Það var skemmtilegt að upplifa stemminguna niðri á Princes Street og nágrenni á gamlárskvöld. Áætlað er að um 100.000 manns hafi verið í bænum og þar á meðal við Hildur :) Við náðum engum sérstaklega góðum myndum, nema þessari:



Og svo svona til að gefa smá hugmynd um mannfjöldann:


Það var alveg hægt að ganga um þó það líti ekki þannig út á myndunum. Mestu þvögurnar voru að sjálfsögðu við sviðin þrjú þar sem tónlistaratriðin fóru fram. Mér leist best á sviðið með ferlega flottri poppaðri þjóðlegri tónlist, það var frábær blanda og stuðið geðveikt!

Að vera svo þarna í mannfjöldanum á miðnætti þegar talið var saman niður síðustu 10 sekúndurnar, var einstakt og rosalega gaman aðupplifa það. Svo brast í FJÖLDA- söng þegar allir sungu "Auld Lang Syne". Skemmtileg lífsreynsla og gaman að prófa þessa stemmingu en ég held samt að ef maður ætli að fá sem mest út úr svona kvöldi þá væri skemmtilegast að vera saman í góðum hópi fólks.

Við Hildur vorum voðalega stilltar og prúðar og komum okkur heim á leið fljótlega eftir flugeldana á miðnætti á meðan svakalega flott laser-show lét um himininn. Við vorum háttaðar og komnar undir sæng með bækurnar okkar klukkan rúmlega eitt...!

Gleðilegt ár til allra!