10.4.05

Tralla la la laaa...

Ég er líka að fara til útlanda á morgun, ligga-ligga lááá!
Jamm, ég er að fara í smá ferðalag ein með sjálfri mér. Í tilefni af 35 ára afmælinu mínu sem er á næsta miðvikudag, þá ætla ég að skreppa á tónleika með Queen í Vínarborg. Ég flýg til London á morgun og ætla að dúlla mér þar á þriðjudaginn, flýg svo þaðan til Salzburg á miðvikudaginn og tek lest til Vínar. Þá um kvöldið eru svo tónleikarnir og ætla ég að eyða fimmtudeginum og föstudeginum í Vín og Salzburg og fljúga heim í gegnum London á laugardaginn. Hljómar þetta ekki vel? Oh, ég hlakka svo til, mig hefur alltaf langað að skreppa eitthvað út svona ein en aldrei haft tækifæri til þess. Það hefur nú bara verið vegna þess að ég er búin að vera hrikalega blönk í svo mörg ár að utanlanlandsferðirnar hafa ekki verið margar. En þessa ferð get ég látið verða að veruleika með góðu skipulagi og svo óskaði ég eftir því við fjölskylduna mína að þau gæfu mér engin blóm eða þannig á afmælinu heldur leggðu frekar smá í ferðasjóð. Það var ekki að spyrja að því með mína nánustu, allir tóku þessu vel og fannst þetta sniðug hugmynd! Það er dásamlegt að eiga svona góða að, TAKK TAKK öll sömul!!!!

Quenn er búin að vera uppáhalds hljómsveitin mín síðan ég var 12 ára. Þó að Freddie blessaður Mercury sé látinn og hann hafi nú verið aðal málið í þessari hljómsveit, þá hefur minn uppáhalds meðlimur alltaf verið gítarleikarinn Brian May. Þeir hafa fengið söngvara með sér í þessa tónleikaferð sem heitir Paul Rodgers. Hann á ekki að koma í stað Freddie, þ.e. hann er ekki að herma eftir honum, heldur kemur hann inn á sínum eigin forsendum og syngur Queen lögin. Kíkið á http://www.queenworld.com/artman/publish/article_99.shtml

Ég blogga kanski eitthvað í vikunni ef ég finn netcafé sem ég nenni að sitja á, annars kemur ferðasagan bara um næstu helgi.

Bless bless.... :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home