Glæsileg...
Ég vaknaði í morgun og leit út eins og ljón með þennan líka svaka makka! Eða þá að ég hefði hiklaust fengið inngöngu í Wham bara út af hárgreiðslunni.
Mér fannst ég vera voðalega dugleg í gær. Var í skólanum í 14 tíma samfleitt og sat við tölvuna í um 90% af þeim tíma og vann og vann. Enda var ég mjög ánægð með mig þegar ég kom heim því þó ég væri uppgefin þá hafði ég áorkað miklu.
Þegar ég lagði af stað frá skólanum þá hringdi ég heim og bað Hildi að láta renna fyrir mig í heitt bað sem ég henti mér ofaní um leið og ég kom inn úr dyrunum. Það var svo þess vegna sem ég var svona glæsileg í morgun, hafði sofnað með blautt hárið :)
Vonandi verð ég eins dugleg í dag en stefni nú samt á að vera ekki alveg svona lengi fram á kvöldið.
3 Comments:
Elsku kella mín. Mikið voða ertu dugleg. Mundu svo bara eftir að njóta lífsins um leið og þessi törn er búin. Þú átt það skilið. Ávallt velkomin í slökun í sveitina. Báráttukveðjur,
Já þú ert nú þekkt fyrir glæsileika og fágun í framkomu. Enda bráðum orðin tæknifræðingur og færð þér þá væntanlega carrier woman drakt.... eða hvað?
jú jú auðvitað, eru þær ekki örugglega til í stuttum og breiðum stærðum??
Skrifa ummæli
<< Home