Búin í prófum en brjálað að gera í social lífinu!
Já ég kláraði loksins prófin á laugardaginn en núna tekur við erfið bið í heilan mánuð eftir einkunnunum. En það er nú ekki amarlegt að taka próf í svona sölum:
Til vinstri er Playfair Library sem er í Old College, er nú ekki viss hvenær það var byggt en það er allavega einhverra hundruð ára gamalt. Myndin fyrir neðan er frá McEwan Hall sem er hátíðarsalur University of Edinburgh og því miður þá sýnir þessi mynd ekki nema brot af salnum sem er með gler-hvolfþaki ásamt því að vera hringlóttur í laginu. Í báðum þessum sölum hafði verið komið fyrir fullt af eldgömlum skólaborðum og maður fann greinilega fyrir því að vera partur af sögunni í gamalli og virtri menntastofnun, - voða gaman fyrir svona "bygginganörd" eins og mig :)
En eins og segir í fyrirsögninni þá er búið að vera fullt að gera hjá okkur mæðgum í social lífinu síðan á laugardaginn, eins og ég taldi upp í síðustu færslu. Það er búið að vera svo gaman alla helgina og ekki síst í gærkvöldi þegar við héldum smá matarboð í tilefni 15 ára afmælis heimasætunnar. Svona henni til heiðurs þá eru hérna tvær myndir sem sýna hana fyrir og eftir klippingu:
1 Comments:
Jedúddamía hvað "barnið" er orðið stórt :) já hún er að verða fullorðin stelpan !!!
Rosa fín með nýja klippingu !!
Bestu kveðjur til ykkar beggja !!
Sif
Skrifa ummæli
<< Home