23.8.09

Jæja og hvað svo?

Jæja, ég er búin að skila mastersritgerðinni og er bara nokkuð ánægð með verkið. Þá á ég bara eftir svokallaða "poster-presentation" sem er nokkurs konar vörn. Þar set ég upp á veggspjald megin atriðin úr ritgerðinni og svo koma einhverjir prófdómarar og þarf ég að geta svarað spurningum um efnið. Þetta verður þann 8.september og ætti ég að fá einkunn fyrir lokaverkefnið fljótlega þar á eftir.
En í dag byrja ég að pakka niður dótinu mínu því ég er að flytja úr íbúðinni sem ég hef verið í hérna síðsta árið. Þar sem ég veit enn ekkert hvað tekur við, þá fæ ég að vera í herbergi heima hjá Judy og Goff, leigusölunum mínum, allavega fram yfir poster-presentation. Mér sýnist á öllu að ég fari svo að huga að því að koma mér heim til Íslands en hvað tekur svo við er alveg óráðið.
Ég er að senda umsóknir um atvinnu út um allt svo hlutirnir geta breyst með litlum fyrirvara. Nú, ef ekkert jákvætt kemur út úr neinum af þessum umsóknum þá er stefnan að vera á Ísafirði í vetur og njóta fjölskyldunnar :)

Bless í bili, set hérna inn ef eitthvað breytist.....

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

kvitt kvitt, gott að vita að ekki eru allir hættir að blogga á þessum facebook tímum!!
kv Jóna Guðný

24 ágúst, 2009 23:17  
Anonymous Nafnlaus said...

Kveðja af læknum.
Ásdís og co

25 ágúst, 2009 11:37  
Blogger Unknown said...

Gangi þér vel með allt og endilega vertu í bandi þegar þú kemur á klakann

25 ágúst, 2009 14:35  

Skrifa ummæli

<< Home