25.1.06

Enginn titill

Ég er búin að hitta tilvonandi hjólið mitt. Það er af tegundinni Suzuki GS450 og hún á það hún Anna "frænka" já eða hann Óli hennar. Það er sko búið að handsala kaupin svo að nú er bara beðið eftir vorinu svo ég geti farið að læra... ;) víííííí!

Ég fór í bíó í gærkvöldi með stelpunum og sá "memois of Geysha". Mjög áhugaverð mynd og skemmtileg tilbreyting frá amerískum vellum.
Annars gengur lífið sinn vanagang, alltaf jafn gaman í vinnunni og mikið að gera. Ég fór t.d. í dag að skoða gamla Stýrimannaskólann þar sem það stendur til að fara að taka hann í gegn að innan. Klifraði þar alla leið upp í turninn og vá hvað útsýnið er flott þaðan. En ég var alveg heilluð af húsinu. Það er svo gamalt og glæsilegt. Allir veggir í skólastofunum eru t.d. klæddir með viðarþiljum og svo er svo mikið af gömlum tækjum frá sögu skólans til sýnis út um allt. Mjög skemmtilegt. Ég þurfti að muna eftir því sem ég átti að vera að skoða, þ.e. húsið með tilliti til brunavarna.

Depill krúsidúlla er orðinn svo fastur þáttur í heimilishaldinu hjá okkur að við getum ekki hugsað okkur hvernig var að eiga hann ekki. Hann er ennþá svona mikill innipúki en er farinn að gera það fyrir okkur að rölta með í göngutúr, fyrst við endilega viljum, hahaha...! Hann er voða duglegur að læra en vill samt helst sofa undir sæng hjá mér. Hann fær það nú ekki nema stundum á morgnana þá má hann koma og kúra smá stund :)

Jæja nenni ekki að skrifa meira núna, vi ses...

19.1.06

Hvað ætlarðu að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér?

Ég ætla að taka mótorhjólapróf fyrir peningana sem frúin í hamborg gaf mér!
Svo ætla ég að safna mér fyrir mótorhjóli sem er ekki svart og ekki hvítt heldur RAUTT. Svo ætla ég að vera dugleg að hjóla í sumar :) (og passa mig að detta ekki!!!)

Jamm og já svona er nú það. Lífið er farið að ganga sinn vanagang á mínu heimili og ég nýt þess í botn. Í fyrsta sinn í mörg ár er ég ekki að kafna í verkefnum heldur get gert heimilisverkin jafnóðum og horft á sjónvarpið á kvöldin ef mig langar til, án samviskubits. Þetta er alger draumur.

Það er ferlega fyndið með þetta próf um mig hérna til hliðar, að allir sem hafa tekið það hingað til hafa haft eina spurninguna vitlausa. Enginn hefur svara rétt um hvaða áfengistegund sé í uppáhaldi hjá mér ;) hehehehe.... Þið verðið að reyna betur elskurnar!

Vi ses..
hilsen Anna M.

16.1.06

Byggingatæknifræðingur

Takk fyrir mig, öll sömul!

Ég á ekki orð yfir því hvað allir hafa innilega samglaðst með mér í tilefni útskriftarinnar minnar á laugardaginn. Takk fyrir öll sömul, þið eruð yndisleg og mikið er ég heppin að eiga ykkur að!!!

Það rigndi yfir mig góðum gjöfum og hamingjuóskum. Ömmur og afar sendu mér aura og fallegar kveðjur, mamma og Gunnlaugur, Dísa og hennar menn og Búbbi og fjölskylda gáfu mér mjög sérstakt og fallegt silfurarmband, pabbi og fjölskylda gáfu mér æðislegt armbandsúr sem ég hef ekki tekið af mér síðan á laugardaginn, Dagrún gaf mér gallabuxur, eldhúsklukku, skrúfjárn með rósóttu handfangi og rafdrifið málband, foreldrar hennar gáfu mér kampavínsglös sem eru allt öðruvísi en önnur kampavínsglös, Sigga frænka og Flosi gáfu mér glerskál og hvítvínsflösku, Ólöf og Rútur gáfu mér 2 bækur, aðra um kastala og hina um Harley Davidson, Veigar og Jonni, synir Dísu systir gáfu mér heimatilbúin listaverk, Hildur gerði handa mér kertastjaka, Inda og fjölskylda, Anna "frænka" og fjölskylda og Jóna gáfur mér lúxus andlitsbað í Baðhúsinu og svo fékk ég bók frá Tótlu og fjölskyldu. Imba vinkona mín kíkti svo á mig í gærkvöldi og færði mér gjafakassa með ilmvatni og fleiru frá Versace.
Að auki fékk ég skeyti með hamingjuóskum frá Olla, blómvönd frá Guðbjörgu mömmu hans Olla og Birgittu systur hans, blóm frá Búbba, Sólveigu og börnum og frá VSI.

Þannig að þið sjáið það að ég á aldeilis góða vini og ættingja. Ég er alveg dolfallin yfir þessu öllu saman.
Enn og aftur, takk fyrir að gera daginn ógleymanlegan, ég elska ykkur öll!!!!

Kveðja, Anna Málfríður, byggingatæknifræðingur :)

13.1.06

Snjór-snjór-snjór

Aumingja litli hundurinn minn, haldið þið ekki að það hafi snjóað í nótt og ég ætlaðist til þess að hann færi í göngutúr í snjónum í morgun! Þvílík fjarstæða! Sá stutti settist bara niður og fór að hágráta þegar ég togaði í tauminn til að fá hann með mér. Já, það er erfitt að vera hundur :(
Svo þegar inn kom þá fór hann og klagaði í ömmu sína og vildi fá að fara undir sængina til hennar í sárabætur fyrir þessa 10 mínútna útiveru. Það er víst óhætt að segja að ekki eru allir hundar eins, hehehe...!

Kíkið á heimasíðu nýju vinnunnar minnar, þar er komin mynd af mér (myndast alltaf jafn óviðjafnanlega vel!) bæði er frétt á forsíðu og einnig undir linknum: starfsfólk. Þar er hægt að klikka á nafnið mitt og sjá kynninguna á mér :)

Allt á fullu að undirbúa útskrift á laugardaginn, fullt af fjölskyldu að koma og voða gaman.
Kíkið á prófið hérna við hliðina og tékkið á því hvað þið þekkið mig vel ;)

Kveðja Anna Málfríður

11.1.06

DV er skítableðill!

Nú hafa þeir hjá DV vonandi sungið sitt síðasta lag! Varðandi frétt þeirra um Gísla Hjartar og hvernig lát hans bar að eftir umfjöllun þeirra.

Við Íslendingar skulum ekki láta þetta yfir okkur ganga lengur og mótmælum nú kröftuglega, ekki þegja þetta mál í hel eins og svo mörg önnur sem DV hefur skrifað um.

Látum eigendur, forráðamenn og blaðamenn þessa snepils finna hvað okkur finnst og kaupum ekki blaðið. Það sem meira er, sniðgöngum allar verslanir sem selja DV og þau fyrirtæki sem við vitum að eru eigendur þess.

Ef þjóðin gerir ekkert róttækt í málunum núna, þá er það orðið opinbert að við sem þjóð erum orðin svona úrkynjuð og siðlaus eins og blaðamennskan á þessu blaði er vitni um.
Ég vill ekki trúa því að svo sé, svo allir saman nú, höfum hátt og látum verkin tala: Mótmælum ritstjórnarstefnu DV og sniðgöngum eigendur blaðsins og sölustaði!!!!

6.1.06

Eins og talað úr mínum munni....

Næstum því Tæknifræðingur

Já ég er byrjuð að vinna hjá VSI sem tæknifræðingur. Nú er bara útskriftin eftir og svo löggilding á starfsheitinu tæknifræðingur. Vá, ótrúlegt að þetta hafi tekist hjá mér :)
Mér líst mjög vel á nýju vinnuna. Það er mikið að gera hjá þeim og mjög mikið liggur fyrir í brunahönnun. Það er allt eitthvað svo "alvöru" núna, engin þykjustu verkefni lengur heldur bara "the real thing"!!! Ég er mjög ánægð með að hafa valið mér þetta starf :)

Eitt fyndið í lokin, litli sæti hundurinn minn, hann Depill, vill ekki fara í göngutúr!!! Hafið þið vitað annað eins? Þegar hann sér tauminn sinn þá leggur hann aftur eyrun og hleypur í felur. Þetta hefur aðeins skánað eftir Ísafjarðarferðina en ekki mikið. Nú er unnið í því á mínu heimili að reyna að gera göngutúra eftirsóknarverða hjá hundinum:) Við vöknuðum klukkan 7 í morgun og ég dró hann út að ganga, er þetta ekki venjulega einmitt öfugt? Þ.e. að hundurinn heimti að fara út að ganga en ekki eigandinn?

Ég er búin að bæta henni Díönu á tenglalistann hérna til hliðar, hún eignaðist lítinn jólastrák rétt fyrir jólin og sendi ég henni bestu hamingjuóskir með hann. Það er ekkert verið að drolla við hlutina á þeim bæ, ha? Þá er ég að tala um flýtinn á fæðingunni, hehehe...;)

Bið að heilsa í bili, bæjó.

2.1.06

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt ár öll sömul og takk fyrir það gamla!

Fyrirgefið bloggletina undanfarið en ástæðan er sú að ég hef lítið sem ekkert kíkt á netið yfir hátíðirnar.
Við mæðgurnar fórum vestur til Ísafjarðar um jólin og gistum í Sóltúni, húsi Ísfirðingafélagsins. Það var mjög fínt og vorum við í labbfæri frá mömmu þar sem við vorum á aðfangadag og meira og minna aðra daga líka :)
Depill litli kom með og þurfti að læra að fara út að labba en hann er nefnilega svo skrítinn hundur að hann vill bara alls ekki fara út í göngutúr. Vorum við því mjög spaugilegar þarna á Ísó að reyna að draga greyið á eftir okkur í gegnum bæinn og haldandi á dekurbarninu okkar. En þetta er allt að koma hjá honum.
Við höfðum það alveg svakalega gott fyrir vestan. Maður át á sig gat dag eftir dag og hitti allar ömmur og afa og fleiri ættingja. Við Ólöf vorum svo í Reykjavík yfir áramótin en Hildur var hjá pabba sínum.

Eitthvað gengur nú hægt að koma sér fyrir í nýju íbúðinni og er það bæði leti að kenna og svo hef ég einhvern vegin haft svo mikið að gera. En nú verður bætt úr þessu og stefni ég að því að klára að gera fínt um næstu helgi.

Ég byrja í nýju vinnunni á föstudaginn og ég get sagt ykkur það að ég hlakka óskaplega mikið til!!

Það kemur hugleiðingapistill um nýliðið ár og það nýbyrjaða einhverja næstu daga en þangað til: Njótið þess að vera til...!

Kveðja Anna Málfríður