Næstum því Tæknifræðingur
Já ég er byrjuð að vinna hjá VSI sem tæknifræðingur. Nú er bara útskriftin eftir og svo löggilding á starfsheitinu tæknifræðingur. Vá, ótrúlegt að þetta hafi tekist hjá mér :)
Mér líst mjög vel á nýju vinnuna. Það er mikið að gera hjá þeim og mjög mikið liggur fyrir í brunahönnun. Það er allt eitthvað svo "alvöru" núna, engin þykjustu verkefni lengur heldur bara "the real thing"!!! Ég er mjög ánægð með að hafa valið mér þetta starf :)
Eitt fyndið í lokin, litli sæti hundurinn minn, hann Depill, vill ekki fara í göngutúr!!! Hafið þið vitað annað eins? Þegar hann sér tauminn sinn þá leggur hann aftur eyrun og hleypur í felur. Þetta hefur aðeins skánað eftir Ísafjarðarferðina en ekki mikið. Nú er unnið í því á mínu heimili að reyna að gera göngutúra eftirsóknarverða hjá hundinum:) Við vöknuðum klukkan 7 í morgun og ég dró hann út að ganga, er þetta ekki venjulega einmitt öfugt? Þ.e. að hundurinn heimti að fara út að ganga en ekki eigandinn?
Ég er búin að bæta henni Díönu á tenglalistann hérna til hliðar, hún eignaðist lítinn jólastrák rétt fyrir jólin og sendi ég henni bestu hamingjuóskir með hann. Það er ekkert verið að drolla við hlutina á þeim bæ, ha? Þá er ég að tala um flýtinn á fæðingunni, hehehe...;)
Bið að heilsa í bili, bæjó.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home