Hvað ætlarðu að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér?
Ég ætla að taka mótorhjólapróf fyrir peningana sem frúin í hamborg gaf mér!
Svo ætla ég að safna mér fyrir mótorhjóli sem er ekki svart og ekki hvítt heldur RAUTT. Svo ætla ég að vera dugleg að hjóla í sumar :) (og passa mig að detta ekki!!!)
Jamm og já svona er nú það. Lífið er farið að ganga sinn vanagang á mínu heimili og ég nýt þess í botn. Í fyrsta sinn í mörg ár er ég ekki að kafna í verkefnum heldur get gert heimilisverkin jafnóðum og horft á sjónvarpið á kvöldin ef mig langar til, án samviskubits. Þetta er alger draumur.
Það er ferlega fyndið með þetta próf um mig hérna til hliðar, að allir sem hafa tekið það hingað til hafa haft eina spurninguna vitlausa. Enginn hefur svara rétt um hvaða áfengistegund sé í uppáhaldi hjá mér ;) hehehehe.... Þið verðið að reyna betur elskurnar!
Vi ses..
hilsen Anna M.
2 Comments:
Hæ Anna og til hamingju með titilinn og alles!!! Ég ætlaði nú aldeilis að rúlla upp þessu prófi´þínu, gat ekki einusinni svarað því rétt hvað þú ættir mörg systkini, hrmpfff, gleymdi guttanum. Styttist í heimsókn, erþaki??
Þú ættir að fá þér sæta Hondu eða jafnvel Savage....
Viss um að það færi þér vel....
Kveðja Inda
Skrifa ummæli
<< Home