DV er skítableðill!
Nú hafa þeir hjá DV vonandi sungið sitt síðasta lag! Varðandi frétt þeirra um Gísla Hjartar og hvernig lát hans bar að eftir umfjöllun þeirra.
Við Íslendingar skulum ekki láta þetta yfir okkur ganga lengur og mótmælum nú kröftuglega, ekki þegja þetta mál í hel eins og svo mörg önnur sem DV hefur skrifað um.
Látum eigendur, forráðamenn og blaðamenn þessa snepils finna hvað okkur finnst og kaupum ekki blaðið. Það sem meira er, sniðgöngum allar verslanir sem selja DV og þau fyrirtæki sem við vitum að eru eigendur þess.
Ef þjóðin gerir ekkert róttækt í málunum núna, þá er það orðið opinbert að við sem þjóð erum orðin svona úrkynjuð og siðlaus eins og blaðamennskan á þessu blaði er vitni um.
Ég vill ekki trúa því að svo sé, svo allir saman nú, höfum hátt og látum verkin tala: Mótmælum ritstjórnarstefnu DV og sniðgöngum eigendur blaðsins og sölustaði!!!!
5 Comments:
Heir heir kominn tími á að stoppa þetta svokallaða "ritfrelsi" þeirra, mætti halda að order dagsins hjá þeim sé mannorðs morð..
Ég er sammála ykkur krakkar er hef nú ekki keypt blaðið um langt skeið og mun ekki gera það í framhaldinu. Það er ómögulegt að vita hvort eitthvað sannleikskorn leinist í þessum ásökunum Gísla og það skiptir engu máli, maðurinn er saklaus uns sekt hans er sönnuð. Ég vann nú með honum um árið hjá H-prent og þá var hann blaðamaður.... kaldhæðnislegt ha....ég á erfitt með að sjá hann fyrir mér sem kynferðisafbrotamann... jæja nóg um það. sjáumst vonandi um helgina
Þetta er ég aftur nú með annað mál, á morgun er föstudagurinn 13. fyrir þá hjátrúarfullu og á laugardaginn er fullt tungl, er óhætt að fara framúr rúmi þessa næstu daga????? Ég bara spyr??
Hmm, ert þú ekki að spá í að aka hingað suður á föstudeginum 13.???
Farðu varlega góða mín!!!!
Um að gera láta DV finna fyrir því í þetta skipti.
Eru þið hjátrúafullar systurnar? :)
Dísa, farðu varlega...
Kveðja Inda.
Skrifa ummæli
<< Home