25.1.06

Enginn titill

Ég er búin að hitta tilvonandi hjólið mitt. Það er af tegundinni Suzuki GS450 og hún á það hún Anna "frænka" já eða hann Óli hennar. Það er sko búið að handsala kaupin svo að nú er bara beðið eftir vorinu svo ég geti farið að læra... ;) víííííí!

Ég fór í bíó í gærkvöldi með stelpunum og sá "memois of Geysha". Mjög áhugaverð mynd og skemmtileg tilbreyting frá amerískum vellum.
Annars gengur lífið sinn vanagang, alltaf jafn gaman í vinnunni og mikið að gera. Ég fór t.d. í dag að skoða gamla Stýrimannaskólann þar sem það stendur til að fara að taka hann í gegn að innan. Klifraði þar alla leið upp í turninn og vá hvað útsýnið er flott þaðan. En ég var alveg heilluð af húsinu. Það er svo gamalt og glæsilegt. Allir veggir í skólastofunum eru t.d. klæddir með viðarþiljum og svo er svo mikið af gömlum tækjum frá sögu skólans til sýnis út um allt. Mjög skemmtilegt. Ég þurfti að muna eftir því sem ég átti að vera að skoða, þ.e. húsið með tilliti til brunavarna.

Depill krúsidúlla er orðinn svo fastur þáttur í heimilishaldinu hjá okkur að við getum ekki hugsað okkur hvernig var að eiga hann ekki. Hann er ennþá svona mikill innipúki en er farinn að gera það fyrir okkur að rölta með í göngutúr, fyrst við endilega viljum, hahaha...! Hann er voða duglegur að læra en vill samt helst sofa undir sæng hjá mér. Hann fær það nú ekki nema stundum á morgnana þá má hann koma og kúra smá stund :)

Jæja nenni ekki að skrifa meira núna, vi ses...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já það er nú heppilegt fyrir ykkur að eiga innihund hann er bara í stíl við aðra í fjölskyldunni. það vakti mikla gleði í gær umslagið sem var merkt Jonna og Tuma og nokkrir kúkabrandarar urðu til á augabragði..... takk fyrir okkur og til hamimgju með væntanlegt hjól.

26 janúar, 2006 09:25  

Skrifa ummæli

<< Home