13.1.06

Snjór-snjór-snjór

Aumingja litli hundurinn minn, haldið þið ekki að það hafi snjóað í nótt og ég ætlaðist til þess að hann færi í göngutúr í snjónum í morgun! Þvílík fjarstæða! Sá stutti settist bara niður og fór að hágráta þegar ég togaði í tauminn til að fá hann með mér. Já, það er erfitt að vera hundur :(
Svo þegar inn kom þá fór hann og klagaði í ömmu sína og vildi fá að fara undir sængina til hennar í sárabætur fyrir þessa 10 mínútna útiveru. Það er víst óhætt að segja að ekki eru allir hundar eins, hehehe...!

Kíkið á heimasíðu nýju vinnunnar minnar, þar er komin mynd af mér (myndast alltaf jafn óviðjafnanlega vel!) bæði er frétt á forsíðu og einnig undir linknum: starfsfólk. Þar er hægt að klikka á nafnið mitt og sjá kynninguna á mér :)

Allt á fullu að undirbúa útskrift á laugardaginn, fullt af fjölskyldu að koma og voða gaman.
Kíkið á prófið hérna við hliðina og tékkið á því hvað þið þekkið mig vel ;)

Kveðja Anna Málfríður

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég flaskaði á uppáhalds víninu, systkynafjöldanum, hvar þú vildir helst slappa af....hefði nú getað sagt mér það sjálf að sófi´nn og Tv ætti hug þinn allan en ekki náttúran:)

En þú lúkkar vel á myndinni:)

Já, þetta hundalíf er ekki auðvelt:)

Kveðja Inda

13 janúar, 2006 12:28  

Skrifa ummæli

<< Home