Hávísindalegar spekúleringar!
27.11.05
26.11.05
Persónuleikatré mitt
Þegar maður tekur sér pásu frá lærdómnum þá fer maður að skoða á netinu, fann þetta hérna um mig inni á spámaður.is:
Hlynur - Sjálfstæði 11.04-20.04 & 14.10-23.10 Hér er ekki hversdagsleg manneskja á ferðinni. Hún er frumleg í hugsun og hefur sterkt ímyndunarafl, er bæði stolt og sjálfsörugg, hefur mikinn metnað og er fljót að læra. Hún sækist eftir nýstárlegri reynslu og nýtur þess að sýna hvað í henni býr. Hinsvegar er sálarlíf hennar flókið og hún hleypir fólki ekki svo glatt að sér. Ástarmálin vefjast fyrir henni og taka oft sinn toll. |
Er ekki frá því að þetta sé pínulítið satt, allavega þetta með flókna sálarlífið og ástarmálin!! :-/
Draumur
Mig dreymdi í nótt að kennarinn okkar hefði flýtt vörninni á verkefninu. Við bekkjarfélagarnir komum upp í skóla og héldum að við værum að fara að leggja lokahönd á frágang og útprentun en þá var allt í einu komin dagskrá fyrir hvenær við ættum að verja og það var þennan sama dag. Það fór auðvitað allt í panik, enginn tilbúinn með glærur og tilheyrandi og nafnið mitt var ekki einu sinni á listanum, heldur var ég sögð ætla að útskrifast í vor!!!
Úff, það er greininlegt að þetta er komið á sálina í manni, hehehe.... !
Ég fór í gærkvöldi og lét klára tattúið, set inn mynd af því næstu daga. Svo er ég komin með lykil af nýju íbúðinni en hef engan tíma til þess að flytja fyrr en eftir 7.des. Svo að íbúðin bíður bara og óþolinmæðin blómstrar á mínu heimili á meðan.
21.11.05
Tíminn er að renna út.....!
Je-dúdda mía... það eru bara 2 vikur í skil!!!!
Thank God fyrir pizzu-tilboð, kínverskan man, tilbúna grillaða kjúklinga og fleiri skyndilausnir á matvörumarkaðinum, annars væru dætur mínar verulega vannærðar þessa dagana. Ég hef sko engan tíma til þess að elda mat á hverjum degi, hef komist upp með að gera það svona örðu hvoru og fyllt svo upp í skarðið hina dagana með junk-food. Það versta við þetta er hvað þetta er dýrt (já og fitandi maður!!).
Jæja verð að halda áfram að böggla þessari ritgerð saman. Tek það samt fram hérna að það er EKKI mér að kenna að leiðbeinandi minn er handleggsbrotinn!!!! Ég geng ekki svona nærri honum þó ég sé að deyja úr stressi....
17.11.05
Á ég að sýna ykkur...?
Svona lítur nýja tattúið mitt út eftir að útlínurnar hafa bara verið gerðar. Set svo inn nýja mynd þegar búið verður að klára það.
P.s. Takk takk fyrir allar hamingjuóskirnar í minn garð, þið eruð algert æði!!! :)
15.11.05
Allt að gerast...
Já það er eins og heillanorninrnar mínar ( já eða dísirnar?) séu vaknaðar að værum blundi. Einhvern vegin er allt á uppleið hjá mér í lífinu og það gerist á tveimur vikum.
Eins og áður kom fram þá fengum við nýja íbúð og ætlum að flytja um leið og ég klára lokaverkefnið. En það var ekki nóg til að kætast yfir heldur bættist við atvinnutilboð!!
Það var haft samband við mig frá verkfræðistofu og ég fór og talaði við þá. Þeir vilja endilega fá mig í vinnu og ætla að hjálpa mér við að sérhæfa mig enn frekar í brunahönnun. Þeir buðu mér góð laun, ásamt loforði um frekari menntun, bæði innan fyrirtækisins og utan. Það þarf nú varla að taka það fram að ég tók tilboðinu enda frábært að fá svona tækifæri strax eftir skóla. Þessi stofa er til húsa í Hamraborg í Kópavogi og heitir VSI . Þar vinna um 10 manns og leist mér vel á andann þarna hjá þeim.
Ég talaði við Hannes hjá Þórsafli, þar sem ég er að vinna núna og við urðum sammála um starfslok. Þau byggjast á því að ég klári ákveðin verkefni sem ég hef verið að vinna í og geti svo hætt. Mér sýnist að ég ætti að geta gert það fyrir jól svo að ég kem til með að byrja á nýja staðnum strax eftir áramótin.
Þið sjáið það að ég hef sko fulla ástæðu til þess að brosa hringinn þessa dagana enda geri ég það þrátt fyrir geðveikt mikið álag í lokaverkefnisvinnunni. Og til þess að fagna þessu öllu saman þá fór ég og fékk mér nýtt tattú!!! Já, já ég veit, flestar konur hefðu líklega farið og keypt sér nýja skó eða eitthvað, en mér datt ekkert svoleiðis í hug :-/ Það er búið að gera allar útlínur en í næstu viku verður fyllt inn í það sem á að vera fyllt.
Ég ætla ekki að segja hvernig tattúið er eða hvar það er, læt inn mynd af því bráðum ;)
Tralla-lalla-laaa,,, ef þið sjáið mig á ljósum, aleina í bílnum og með kjánalegt bros á face-inu, þá vitið þið ástæðuna :) Er ekki lífið ljúft stundum?
10.11.05
Blönduhlíð 1
Við erum búnar að fá nýja íbúð til leigu!! Hún er við Blönduhlíð 1 og er á jarðhæð, fjögurra herbergja :) Ég ætla að byrja að leigja hana frá 1.des og flytja um leið og ég er búin með lokaverkefnið!!! Ohhh, okkur mæðgurnar hlakkar svooooo til að geta aðeins dreift úr okkur.
Þannig að allir sem ég þekki, vinsamlega takið frá dagana milli 15. og 19. desember til þess að hjálpa mér að flytja og ganga frá núverandi íbúð!!! :) (já já ég veit að fólk hefur alveg nógan tíma í desember, hvað gæti það mögulega haft annað að gera en að hjálpa mér???)
Skrifa meira seinna, má eiginlega ekki vera að því núna, varð bara að koma þessu frá mér, gleðin er svo mikil :) Hildur fær m.a.s. sér herbergi og þarf ekki lengur að sofa í geymslunni, enginn smá lúsxus það ;)
7.11.05
Einbúi
Þegar stelpurnar verða farnar að heiman þá ætla ég að finna mér kofa úti í sveit og gerast einbúi!!!
Þetta fann ég út eftir þessa daga þarna í Hamrakoti. Það sem mér leið vel þar, vá þetta var alveg yndislegt. Ég lærði helling á daginn, fór í göngutúra til að skoða mig um og til að skerpa aðeins á heilanum og settist svo niður á kvöldin með hvítvínsglas og kveikti upp í arninum. Ég var að vísu með sjónvarp og ég hugsa að ef ég mundi gerast einbúi þá mundi ég líka vilja internettengingu svo ég geti unnið. En samkvæmt því sem Anna "frænka" segir þá er það bara eðlilegt miðað við nútíma einbúa:)
Ég var svo ánægð með líðan mína þarna. Þegar ég var lítil þá kunni ég virkilega að meta einveru og þótti hún góð en undanfarin allt of mörg ár, þá hefur sú hæfni horfið með auknu þunglyndi og kvíða. Ég sá svo eftir þessum eiginleika. Núna fann ég aftur á móti ekkert fyrir kvíða, heldur eingöngu vellíðan, gamalkunnugri vellíðan!!! Þetta hlýtur að vera gott merki um bata hjá mér í geðveikinni minni! Allavega var ég mjög ánægð með yfirvegun mína og hvað ég naut þess að vera ein með sjálfri mér.
Einn daginn var svo dásamlegt veður. Nýfallinn snjór, frost og sól. Ég skrapp í göngutúr og eftir röska göngu eitthvað út í móa þá lagðist ég niður í snjóinn á milli þúfna, með hendur og fætur út í loftið og hlustaði á náttúruna. Ég var bara komin aftur í barnæsku í smá stund, fór að hugsa um þegar ég lá svona niðri í garði í Hraunprýði þegar ég var lítil og lét hugann reika.
Hugsið ykkur hvað lífið er stresslaust og einfallt á svona dögum!!!
1.11.05
Í sveitina
Ég er að fara út í sveit til þess að afstressa mig og til þess að læra helling. Ég fékk lánað eyðibýli sem heitir Hamrakot og er norður í landi og þar ætla ég að vera fram á sunnudag. Ég ætla að taka með mér nóg af mat, fullt af skólagögnum og handavinnu sem ég nota þegar ég tek mér pásu frá náminu. Ég á von á því að koma miklu í verk þegar ég þarf ekki að hugsa um neitt annað á meðan.
En um síðustu helgi átti amma mín í sveitinni afmæli og varð 75 ára. Hún er nú unglingurinn af öllum ömmunum mínum ;) Við stelpurnar fórum ásamt mömmu og Didda, í sveitina þar sem haldið var matarboð fyrir þá gömlu. Í boðinu voru börn, barnabörn og barna-barnabörn ásamt mökum. Þetta var voða gaman, alltaf gaman að hitta þetta lið ;) og svo er alveg hægt að bóka það að maður fær geðveikt góðan mat hjá þeim og nóg af honum!! Úff, ég át svoleiðis á mig gat að ég held að ræktin í þessari viku fari bara í að brenna sveitaferðinni :(
Það voru líka tvö afmæli í Akureyrardeild fjölskyldunnar núna í lok október. Jónarnir tveir áttu afmæli. Sá litli (sem er ekki svo lítill) varð 7 ára þann 23. og sá stóri (sem er stór!) varð 45 ára þann 29. Til hamingju báðir tveir!! Fyrir þá sem ekki vita þá eru þetta eiginmaður og sonur Dísu systir minnar.
Jæja, ég á eftir að gera þúsund og þrjá hluti áður en ég get farið í Hamrakotið svo að það er best að hætta þessu blaðri, bless bless og hugsið til mín í sælunni úti í sveit!!!:)