7.11.05

Einbúi

Þegar stelpurnar verða farnar að heiman þá ætla ég að finna mér kofa úti í sveit og gerast einbúi!!!

Þetta fann ég út eftir þessa daga þarna í Hamrakoti. Það sem mér leið vel þar, vá þetta var alveg yndislegt. Ég lærði helling á daginn, fór í göngutúra til að skoða mig um og til að skerpa aðeins á heilanum og settist svo niður á kvöldin með hvítvínsglas og kveikti upp í arninum. Ég var að vísu með sjónvarp og ég hugsa að ef ég mundi gerast einbúi þá mundi ég líka vilja internettengingu svo ég geti unnið. En samkvæmt því sem Anna "frænka" segir þá er það bara eðlilegt miðað við nútíma einbúa:)

Ég var svo ánægð með líðan mína þarna. Þegar ég var lítil þá kunni ég virkilega að meta einveru og þótti hún góð en undanfarin allt of mörg ár, þá hefur sú hæfni horfið með auknu þunglyndi og kvíða. Ég sá svo eftir þessum eiginleika. Núna fann ég aftur á móti ekkert fyrir kvíða, heldur eingöngu vellíðan, gamalkunnugri vellíðan!!! Þetta hlýtur að vera gott merki um bata hjá mér í geðveikinni minni! Allavega var ég mjög ánægð með yfirvegun mína og hvað ég naut þess að vera ein með sjálfri mér.

Einn daginn var svo dásamlegt veður. Nýfallinn snjór, frost og sól. Ég skrapp í göngutúr og eftir röska göngu eitthvað út í móa þá lagðist ég niður í snjóinn á milli þúfna, með hendur og fætur út í loftið og hlustaði á náttúruna. Ég var bara komin aftur í barnæsku í smá stund, fór að hugsa um þegar ég lá svona niðri í garði í Hraunprýði þegar ég var lítil og lét hugann reika.
Hugsið ykkur hvað lífið er stresslaust og einfallt á svona dögum!!!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já takk fyrir síðast, það var æði að koma til þín í Sveitina, Tumi var svo þreyttur þegar við komum heim, litli mömmu hundurinn, hann heldur núna að hann eigi að sofa uppi í stofusófa!!!!!!! Það eru nú ekki allir jafn ánægðir með það

08 nóvember, 2005 11:36  
Blogger Anna Malfridur said...

úps, getur það verið að við höfum spillt litla drengnum??? Ég þykist vita hver er ekki ánægður með aukna stöðu hans inni á heimilinu ;) hahahaha....

08 nóvember, 2005 11:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með þessa góðu daga! Vona að þú eigir eftir að upplifa fleiri svona, öfunda þig soldið af þessari einveru, þetta er alveg það sama og ég ætla að gera þegar ég er orðin stór, ég er m.a.s. búin að finna eyðibýli sem ég ætla að gera upp og búa í. OG ÞAÐ ER EKKI EINU SINNI VEGUR ÞANGAÐ! :)

09 nóvember, 2005 20:19  

Skrifa ummæli

<< Home