Persónuleikatré mitt
Þegar maður tekur sér pásu frá lærdómnum þá fer maður að skoða á netinu, fann þetta hérna um mig inni á spámaður.is:
Hlynur - Sjálfstæði 11.04-20.04 & 14.10-23.10 Hér er ekki hversdagsleg manneskja á ferðinni. Hún er frumleg í hugsun og hefur sterkt ímyndunarafl, er bæði stolt og sjálfsörugg, hefur mikinn metnað og er fljót að læra. Hún sækist eftir nýstárlegri reynslu og nýtur þess að sýna hvað í henni býr. Hinsvegar er sálarlíf hennar flókið og hún hleypir fólki ekki svo glatt að sér. Ástarmálin vefjast fyrir henni og taka oft sinn toll. |
Er ekki frá því að þetta sé pínulítið satt, allavega þetta með flókna sálarlífið og ástarmálin!! :-/
2 Comments:
Jæja nú er loksins kominn óyggjandi sönnun þess að þið Jonni eruð andlega skyld. Hann er Hlynur eins og Anna hans einka frænka (ef hann fengi að ráða)Það er aftur verra með hina tvo þeir eru báðir Valhnetutré... já gáðu nú... það á reyndar alveg við um þann stóra en Veigar hmmmm. Ég hins vegar er Þinur og þar er ýmislegt sem fær þig örugglega til þess að brosa í kampinn eða jafnvel skellihlægja.
Þetta gæti sko verið skrifað um hann Nonna, hahahaha, en hann Veigar já, hann er greinilega eitthvað á milli trjáa.
Þú ert greinilega Þynur :) en samt er ég ekki svo viss í sambndi við setninguna um að þú eigir jafn auðvelt með að afla þér óvina eins og vina, hef ekki orðið vör við það?
Skrifa ummæli
<< Home