1.11.05

Í sveitina

Ég er að fara út í sveit til þess að afstressa mig og til þess að læra helling. Ég fékk lánað eyðibýli sem heitir Hamrakot og er norður í landi og þar ætla ég að vera fram á sunnudag. Ég ætla að taka með mér nóg af mat, fullt af skólagögnum og handavinnu sem ég nota þegar ég tek mér pásu frá náminu. Ég á von á því að koma miklu í verk þegar ég þarf ekki að hugsa um neitt annað á meðan.

En um síðustu helgi átti amma mín í sveitinni afmæli og varð 75 ára. Hún er nú unglingurinn af öllum ömmunum mínum ;) Við stelpurnar fórum ásamt mömmu og Didda, í sveitina þar sem haldið var matarboð fyrir þá gömlu. Í boðinu voru börn, barnabörn og barna-barnabörn ásamt mökum. Þetta var voða gaman, alltaf gaman að hitta þetta lið ;) og svo er alveg hægt að bóka það að maður fær geðveikt góðan mat hjá þeim og nóg af honum!! Úff, ég át svoleiðis á mig gat að ég held að ræktin í þessari viku fari bara í að brenna sveitaferðinni :(

Það voru líka tvö afmæli í Akureyrardeild fjölskyldunnar núna í lok október. Jónarnir tveir áttu afmæli. Sá litli (sem er ekki svo lítill) varð 7 ára þann 23. og sá stóri (sem er stór!) varð 45 ára þann 29. Til hamingju báðir tveir!! Fyrir þá sem ekki vita þá eru þetta eiginmaður og sonur Dísu systir minnar.

Jæja, ég á eftir að gera þúsund og þrjá hluti áður en ég get farið í Hamrakotið svo að það er best að hætta þessu blaðri, bless bless og hugsið til mín í sælunni úti í sveit!!!:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home