15.11.05

Allt að gerast...

Já það er eins og heillanorninrnar mínar ( já eða dísirnar?) séu vaknaðar að værum blundi. Einhvern vegin er allt á uppleið hjá mér í lífinu og það gerist á tveimur vikum.
Eins og áður kom fram þá fengum við nýja íbúð og ætlum að flytja um leið og ég klára lokaverkefnið. En það var ekki nóg til að kætast yfir heldur bættist við atvinnutilboð!!
Það var haft samband við mig frá verkfræðistofu og ég fór og talaði við þá. Þeir vilja endilega fá mig í vinnu og ætla að hjálpa mér við að sérhæfa mig enn frekar í brunahönnun. Þeir buðu mér góð laun, ásamt loforði um frekari menntun, bæði innan fyrirtækisins og utan. Það þarf nú varla að taka það fram að ég tók tilboðinu enda frábært að fá svona tækifæri strax eftir skóla. Þessi stofa er til húsa í Hamraborg í Kópavogi og heitir VSI . Þar vinna um 10 manns og leist mér vel á andann þarna hjá þeim.
Ég talaði við Hannes hjá Þórsafli, þar sem ég er að vinna núna og við urðum sammála um starfslok. Þau byggjast á því að ég klári ákveðin verkefni sem ég hef verið að vinna í og geti svo hætt. Mér sýnist að ég ætti að geta gert það fyrir jól svo að ég kem til með að byrja á nýja staðnum strax eftir áramótin.

Þið sjáið það að ég hef sko fulla ástæðu til þess að brosa hringinn þessa dagana enda geri ég það þrátt fyrir geðveikt mikið álag í lokaverkefnisvinnunni. Og til þess að fagna þessu öllu saman þá fór ég og fékk mér nýtt tattú!!! Já, já ég veit, flestar konur hefðu líklega farið og keypt sér nýja skó eða eitthvað, en mér datt ekkert svoleiðis í hug :-/ Það er búið að gera allar útlínur en í næstu viku verður fyllt inn í það sem á að vera fyllt.

Ég ætla ekki að segja hvernig tattúið er eða hvar það er, læt inn mynd af því bráðum ;)

Tralla-lalla-laaa,,, ef þið sjáið mig á ljósum, aleina í bílnum og með kjánalegt bros á face-inu, þá vitið þið ástæðuna :) Er ekki lífið ljúft stundum?

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með allt sem er að gerast hjá þér! Ég hef aldrei verið í vafa um að þér ætti eftir að ganga vel að námi loknu ;-)
Kveðja Olli

15 nóvember, 2005 23:11  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með þetta allt saman kveðja Magga

16 nóvember, 2005 00:15  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært :) Til hamingju.

16 nóvember, 2005 09:37  
Anonymous Nafnlaus said...

Já alveg frábært, svo er það bara nautabani í rúmið í júní......eða þannig sko, kannski eru þeir ekki fyrir þinn smekk og þá bara verslarðu með okkur mömmu, shop til you drop og enginn til þess að hafa hemil á mér!!!!!

17 nóvember, 2005 12:46  
Blogger Anna Malfridur said...

Oleiiiii...... ;)

17 nóvember, 2005 12:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert frábær, gaman að þetta sé allt að ganga upp. Ég efaðist aldrei annað, þú hefur vel unnið fyrir þessu :)

17 nóvember, 2005 14:46  

Skrifa ummæli

<< Home