Blönduhlíð 1
Við erum búnar að fá nýja íbúð til leigu!! Hún er við Blönduhlíð 1 og er á jarðhæð, fjögurra herbergja :) Ég ætla að byrja að leigja hana frá 1.des og flytja um leið og ég er búin með lokaverkefnið!!! Ohhh, okkur mæðgurnar hlakkar svooooo til að geta aðeins dreift úr okkur.
Þannig að allir sem ég þekki, vinsamlega takið frá dagana milli 15. og 19. desember til þess að hjálpa mér að flytja og ganga frá núverandi íbúð!!! :) (já já ég veit að fólk hefur alveg nógan tíma í desember, hvað gæti það mögulega haft annað að gera en að hjálpa mér???)
Skrifa meira seinna, má eiginlega ekki vera að því núna, varð bara að koma þessu frá mér, gleðin er svo mikil :) Hildur fær m.a.s. sér herbergi og þarf ekki lengur að sofa í geymslunni, enginn smá lúsxus það ;)
8 Comments:
Velkomin í Hlíðarnar. Hmmm, ætli við komumst upp með að hittast ALDREI þegar þú verður komin svona rosalega nálægt..gætum þurft að vinna í því að rekast ekki hvor á aðra.
Kveðja
Marta í Mávahlíðinni
Innilega til hamingju með íbúðina :) Ég held ég verði upptekin ......
til lukku eskan c";)
Til hamingju, ég kem.... síðasti kennsludagur er föstudagurinn 16. des, get lagt af stað eftir hádegi, nánari tímasetning síðar.
Dísa
Takk fyrir hamingjuóskirnar!
Marta, við gætum gert svona plan sem t.d. ákveður á hvaða tímum við megum fara út á videoleigu svo við rekumst nú örugglega ekki á hvor aðra ;)
En þú hlýtur nú að geta rölt til mín núna þegar ekki þarf lengur að fara yfir Miklubrautina ;) hehehe...
Til hamingju með íbúðina kæra vinkona....þetta verður þvílíkur munur fyrir ykkur.
Kveðja Inda.
Til hamingju með nýju íbúðina,frábært að hafa pláss fyrir alla.kveðja Magga
Til hamingju með nýju íbúðina :)
Skrifa ummæli
<< Home