14.1.09

Lífið heldur áfram

Lífið hjá okkur mæðgum er að komast í fastar skorður aftur eftir heimferð Hildar, prófatörn og jól. Hildur er byrjuð í skólanum sínum en ég er enn í verkefnavinnu, byrja í tímum aftur seinna í mánuðinum.
Þar sem ég byrjaði þessa bloggsíðu í upphafi til þess að skrifa mig upp úr kvíða-og þunglyndis veikindum mínum þá hef ég reynt að setja inn hugleiðingar um þá líðan mína öðru hvoru. Ég upplifði mjög merkan og yndislegan áfanga í þessari ferð minni upp úr pyttinum, núna um jólin. Ég varð pínulítið einmanna eða "blue" þegar ég sat og skoðaði videó að heiman og talaði við fjölskylduna og felldi nokkur tár fyrir svefninn EN... ég réði við það!!! Vaknaði bara hamingjusöm og í góðu jafnvægi daginn eftir og gat notið dagsins. Þetta hljómar líklega ekki merkilegt í margra eyrum en fyrir mig, sem er búin að kljást við mjög erfið kvíðaköst í yfir 8 ár þá var þetta afskaplega stórt skref og mjög svo kærkomið. Ég s.s. réði við eðlilegar tilfinningasveiflur!! Án þess að leggjast undir sæng í 1-2 daga og sjá enga leið út - án þess að hjartslátturinn færi á hundrað og kuldinn hertæki mig alla!! - Þetta er líklega eitt stærsta skrefið í mínu bataferli og mér leið svo vel að geta ráðið við þetta á eðlilegan hátt.

En ég hef líka verið áhyggjufull undanfarið eins og líklega allir eru á þessum síðustu og verstu tímum. Ég veit ekkert hvað verður þegar ég kem heim í haust (- aftur; eins og líklega allir aðrir). Hvar finn ég mér íbúð? Verður næg vinna? (lítur ekki þannig út núna)
Ég er svona lauslega búin að setja 5 ára markmið sem er ósköp einfallt. Ég ætla að reyna að finna íbúð sem uppfyllir lágmarks skilyrði, (geri ekki miklar kröfur aðal málið er að ég ráði við að borga leiguna) og vinna eins mikið og í boði verður til þess að greiða niður skuldir.
Varðandi húsnæði þegar ég kem heim, þá er ég ekki í þeirri stöðu að geta keypt eitthvað (því miður) þar sem ég á ekkert til að leggja út í útborgun. Ef einhver þarna úti er einn og er að spá í að fara að kaupa sér húsnæði á næstunni þá væri tilvalið að slá saman - ekki satt?? :)

Jæja, það var kominn tími á smá alvarlegt blogg því það er jú það sem við erum að kljást við alla daga, ekki satt?

Kveðja og knús á alla...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekkert mál að finna leiguhúsnæði, það er offramboð af því. Svo geturu líka legt minna en áður af því að þið eruð bara tvær. En það íbúðin verður að leyfa kattahald vegna þess að ég er búin að segja Baktusi að hann fær að flytja að heimann í haust til að losna við hinar kisurnar!

Ólöf

14 janúar, 2009 18:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábær áfangi hjá þér vinkona !! Það er rétt hjá Ólöfu að það er fullt af leiguhúsnæði í boði núna og spár segja að leiguverð muni lækka meira.
Allavega verður málunum reddað :)
Bestu kveðjur til Hildar !

15 janúar, 2009 08:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Anna mín ekki fara að hafa áhyggjur svona langt fram í tímann, það verður örugglga hægt að fá íbúð á góðu verði því framboðið er mikið og verður það líka næstu árin, lifðu fyrir daginn í dag njóttu þess að vera í Skotlandi og einbeittu þér að því sem þú ert að gera og ég dáist að þér að drífa þig í þetta nám, já pakkaðu þessum áhyggjum í poka og sendu hann með flugi heim og njótið þið mæðgur tímans sem er eftir úti því hann verður fljótur að líða, við söknum þín hér á stofunni en erum líka afar stolt af þér.

kv. Idda

15 janúar, 2009 08:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið rosalega samgleðst ég þér. Ég fékk einmitt svona blue-kast í gær, fór heim og leyfði mér að eiga soldið bágt. Var svo öll miklu hressari þegar kallinn kom heim. Og í dag skín sólin í hausnum á mér og ég er bara orðin kát aftur. Áhyggjur af heimkomu geta beðið þar til við heimkomu. Sí ja ! Ásdís

15 janúar, 2009 11:45  

Skrifa ummæli

<< Home