2.1.09

Hogmanay

Það var skemmtilegt að upplifa stemminguna niðri á Princes Street og nágrenni á gamlárskvöld. Áætlað er að um 100.000 manns hafi verið í bænum og þar á meðal við Hildur :) Við náðum engum sérstaklega góðum myndum, nema þessari:



Og svo svona til að gefa smá hugmynd um mannfjöldann:


Það var alveg hægt að ganga um þó það líti ekki þannig út á myndunum. Mestu þvögurnar voru að sjálfsögðu við sviðin þrjú þar sem tónlistaratriðin fóru fram. Mér leist best á sviðið með ferlega flottri poppaðri þjóðlegri tónlist, það var frábær blanda og stuðið geðveikt!

Að vera svo þarna í mannfjöldanum á miðnætti þegar talið var saman niður síðustu 10 sekúndurnar, var einstakt og rosalega gaman aðupplifa það. Svo brast í FJÖLDA- söng þegar allir sungu "Auld Lang Syne". Skemmtileg lífsreynsla og gaman að prófa þessa stemmingu en ég held samt að ef maður ætli að fá sem mest út úr svona kvöldi þá væri skemmtilegast að vera saman í góðum hópi fólks.

Við Hildur vorum voðalega stilltar og prúðar og komum okkur heim á leið fljótlega eftir flugeldana á miðnætti á meðan svakalega flott laser-show lét um himininn. Við vorum háttaðar og komnar undir sæng með bækurnar okkar klukkan rúmlega eitt...!

Gleðilegt ár til allra!

6 Comments:

Blogger Meðalmaðurinn said...

Gleðilegt ár til ykkar mæðgur og takk fyrir ítarlegt jólakort :) Gangi ykkur allt í haginn.

04 janúar, 2009 19:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég óska ykkur mæðgum Gleðilegs árs og takk fyrir bloggið á síðasta ári. Nú er alvara lífsins tekin við hér heima eftir rosalega gott frí um jól og áramót en það var líka gott að mæta í vinnu í morgun og fara að detta í reglu aftur. Hafið það sem allra best.

Kv. Idda

05 janúar, 2009 10:39  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir þennan pistil og myndirnar. Þetta hefur verið geggjuð upplifun. Gott að vita af ykkur mæðgum aftur saman. Bestu kveðjur til ykkar frá okkur, knús Ásdís

05 janúar, 2009 12:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla! Frábær mynd af Hildi. :)
Anna Margrét

05 janúar, 2009 14:43  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár gamla og takk fyrir hin 28, já ertu ekki að verða 29 í apríl?
Knús frá okkur sem vorum voða sifjuð í morgun.
Kveðja Dísa

06 janúar, 2009 11:17  
Anonymous Nafnlaus said...

Við viljum blogg, við viljum blogg

14 janúar, 2009 08:49  

Skrifa ummæli

<< Home