Amma í Sveitinni
Elskuleg amma mín í sveitinni dó í gær eftir erfið veikindi. Hún var búin að vera lungnaveik lengi en í fyrravor veiktist hún mjög alvarlega og hefur aldrei náð sér almennilega eftir það. Á meðan hún lá fárveik á sjúkrahúsi í apríl í fyrra, lést hann Jónas afi, maðurinn hennar skyndilega og var það mjög mikill missir. Þau voru alltaf mjög samrýnd hjón og gátu eiginlega ekki án hvors annars verið svo líklega kemur það fáum á óvart að það hafi orðið stutt á milli andláts þeirra.
Það eru frekar blendnar tilfinningar sem togast á í mér. Annars vegar þá er mér létt að amma þurfi ekki að þjást frekar, því lífið var henni afskaplega erfitt upp á síðkastið, en svo hins vegar þá myndast tómarúm þar sem hennar staður er og ég sakna hennar nú þegar. Það verður voðalega skrítið að koma heim og hafa enga ömmu í sveitinni!
Hvíl í friði elsku amma mín og ég veit að Jónas hefur beðið eftir þér með opinn arminn!
6 Comments:
Ég samhryggist þér vinkona.
Kæra Anna ég samhryggist ykkur, en samgleðst ömmu þinni því hún er laus við þjáningar og hittir sinn heittelskaða aftur.
Kv. Idda
Æ Anna mín, ég samhryggist ykkur. *knús*
Anna Margrét
En þó þú getir ekki komið heim til ömmu og afa í sveitinni þá geturu alltaf komið til frænda og frúar í sveitinni. Ávallt velkomin.
Bestu kveðjur frá okkur, Ásdís
Samhryggist kæra mín ..
Knús Inda
Samhyggist kæra vinkona
knús Anna Birna
Skrifa ummæli
<< Home