Lífið hjá okkur mæðgum er að komast í fastar skorður aftur eftir heimferð Hildar, prófatörn og jól. Hildur er byrjuð í skólanum sínum en ég er enn í verkefnavinnu, byrja í tímum aftur seinna í mánuðinum.
Þar sem ég byrjaði þessa bloggsíðu í upphafi til þess að skrifa mig upp úr kvíða-og þunglyndis veikindum mínum þá hef ég reynt að setja inn hugleiðingar um þá líðan mína öðru hvoru. Ég upplifði mjög merkan og yndislegan áfanga í þessari ferð minni upp úr pyttinum, núna um jólin. Ég varð pínulítið einmanna eða "blue" þegar ég sat og skoðaði videó að heiman og talaði við fjölskylduna og felldi nokkur tár fyrir svefninn EN... ég réði við það!!! Vaknaði bara hamingjusöm og í góðu jafnvægi daginn eftir og gat notið dagsins. Þetta hljómar líklega ekki merkilegt í margra eyrum en fyrir mig, sem er búin að kljást við mjög erfið kvíðaköst í yfir 8 ár þá var þetta afskaplega stórt skref og mjög svo kærkomið. Ég s.s. réði við eðlilegar tilfinningasveiflur!! Án þess að leggjast undir sæng í 1-2 daga og sjá enga leið út - án þess að hjartslátturinn færi á hundrað og kuldinn hertæki mig alla!! - Þetta er líklega eitt stærsta skrefið í mínu bataferli og mér leið svo vel að geta ráðið við þetta á eðlilegan hátt.
En ég hef líka verið áhyggjufull undanfarið eins og líklega allir eru á þessum síðustu og verstu tímum. Ég veit ekkert hvað verður þegar ég kem heim í haust (- aftur; eins og líklega allir aðrir). Hvar finn ég mér íbúð? Verður næg vinna? (lítur ekki þannig út núna)
Ég er svona lauslega búin að setja 5 ára markmið sem er ósköp einfallt. Ég ætla að reyna að finna íbúð sem uppfyllir lágmarks skilyrði, (geri ekki miklar kröfur aðal málið er að ég ráði við að borga leiguna) og vinna eins mikið og í boði verður til þess að greiða niður skuldir.
Varðandi húsnæði þegar ég kem heim, þá er ég ekki í þeirri stöðu að geta keypt eitthvað (því miður) þar sem ég á ekkert til að leggja út í útborgun. Ef einhver þarna úti er einn og er að spá í að fara að kaupa sér húsnæði á næstunni þá væri tilvalið að slá saman - ekki satt?? :)
Jæja, það var kominn tími á smá alvarlegt blogg því það er jú það sem við erum að kljást við alla daga, ekki satt?
Kveðja og knús á alla...