28.6.06

Landsmót Snigla

... er framundan. Í ár verður það haldið í Tunguseli rétt hjá Kirkjubæjarklaustri. Það var undirbúningsfundur heima hjá mér í gærkvöldi þar sem við Dagrún og Jóna plönuðum matarinnkaup og brottför. Inda kíkti við og fékk hún bara blammeringar greyið fyrir að vera að spá í að fara bílandi en ekki hjólandi og fyrir að ætla ekki að gista í tjaldi. Við látum alltaf svona Inda mín og meinum ekkert með þessu ;) hehehe...
Ég fór með hjólið mitt í skoðun í morgun og fékk það fulla skoðun en mér var samt bent á að framdempararnir væru farnir að smita olíu og líklega væri orðið eitthvað lítið eftir á þeim. Best að fá einhvern til að kíkja á það fyrir mig eftir helgina. Svo staðfesti skoðunargaurinn það sem ég hélt í sambandi við framdekkið mitt, þar er heldur slitið og frekar mikil hætta á að það fari að skauta undan mér ef það rignir eitthvað af ráði. Svo að ég dreif mig í því að leita að nýju dekki og fæ skipt um það á morgun áður en lagt verður af stað.

Ég get ekki leynt því að ég er voða spennt að vera að fara á landsmót í fyrsta sinn á mínu eigin hjóli. Ég hef hingað til annaðhvort farið aftaná hjá einhverjum eða á bíl. Þetta er svona rétta stemmingin finnst mér :) Svo er bara að fara í dag og klára að útrétta það sem þarf, pakka svo á hjólið og brumm-brumm af stað eftir kaffi á morgum.

Ég sendi Önnu og Óla ástarkveðjur, en þau ætla að láta skýra litlu Höllu Katrínu á föstudaginn!!! Við skálum fyrir ykkur á landsmótinu :)

Blogga næst eftir helgi en ég er ekkert viss um að þið fáið neinar fréttir af atburðum helgarinnar. Það sem gerist á landsmóti - STAYS in landsmót!!!! hehehehe....

26.6.06

Noh, þvílíkur djammari

Já það sjaldan að það gerist að ég fari á djamm í miðbænum þá kemur það í blöðunum!
Ég fór á ball með Sniglabandinu á laugardagskvöldið á NASA og þar var blaðamaður frá mogganum sem tók mynd af okkur Indu og Jónu að dansa og sú mynd kom í mogganum í dag. Já já svona er ég nú orðin fræg!!!

En annars var helgin róleg og góð. Við Depill eyddum henni að mestu bara tvö saman og er hann orðinn svo mikill mömmudrengur að ég veit ekki hvernig þetta endar hjá okkur :-/ Allavega þá er hann orðinn miklu rólegri og hlýðnari en áður og lítur bara út fyrir að hann sé að reyna að halda skilorðið sem hann er á. Sjáum hvað setur...

Næstu tvær helgar verða uppteknar í djammi. Fyrst er, eins og áður segir, Landsmót Snigla og svo helgina á eftir ætla systkini mín að halda upp á fertugsafmæli sín. Búbbi varð sko fertugur í fyrra en þá bjó hann í Kanada og við fengum enga veislu. Svo verður Dísa fertug þann 6. júlí svo að þau ætla að slá þessu saman í eitt gott partý á Ísafirði. Ég er að spá í að fara hjólandi vestur, langar einhvern að hjóla með mér???

Bless í bili - kveðja frá fræga fólkinu!!!

21.6.06

Urr og hvæs...!

URR og HVÆS - URRRRRRRRR..............
Sorry þið saklausa fólk en þetta er bara það sama og venjulega! Ég einu sinni enn að taka nærri mér hvernig fólk getur farið með börnin sín!
Ég ætla ekkert að fara út í nein smáatriði hér en get ekki annað en blásið aðeins. Hvort ætli sé betra að hafa aldrei þekkt föður sinn og geta búið sér til draumahugmynd um hverju maður er að missa af eða að þekkja föður sinn og verða endalaust fyrir vonbrigðum með sambandið? Svei mér þá ég veit það ekki en ég segi bara enn og aftur að mikið væri nú gott stundum ef börnin manns væru eingetin!!! Sérstaklega þegar föðurómyndin kann ekki að njóta þess að eiga yndisleg börn, já og að njóta þeirra eins og þau eru.
Eitt í viðbót, hvers konar foreldri lætur eigin þarfir ALLTAF ganga fyrir þörfum barnanna sinna? Æi, ég skammast mín fyrir að hafa verið svona vitlaus þegar ég var yngri og að hafa blekkt sjálfa mig svona lengi. Það er víst engum öðrum að kenna en mér hvaða föður börnin mín eiga. Ég hélt bara að ég þekkti hann betur og átti aldrei von á að hann léti svona við þær :(

Ég verð bara að halda áfram að elska þær tvöfallt og þrefallt ef þess þarf, ég er ekki í neinum vandræðum með það. En það er sárt að horfa upp á þegar 12 ára barn er að verja misgjörðir fullorðins manns. Börn eiga að vera börn og fullorðna fólkið Á að hafa vit á því að láta sínar ábyrgðir ekki yfir á börnin!!!



p.s. það eru komnar inn nokkrar myndir úr Spánarferðinni í myndaalbúmið!

20.6.06

...og Sangrían var góð!

Þetta var yndislegt frí! Ég kom heim afslöppuð og með batteríin endurhlaðin. Við áttum góða viku saman á Spáni, ég, mamma, Dísa systir og ungarnir. Við vorum í litlum bæ sem heitir Calpe og er rétt hjá Benidorm. Ég er nú ekkert kafbrún en náði að brenna smá svo að nú er ég eins og snákur að skríða úr hamnum :) Hver veit nema að ég verði dugleg og setji myndir inn í albúmið hérna við hliðina bráðum.
Hildur fór vestur til pabba síns í gær og verður þar í mánuð. Ég get alveg samglaðst henni en það er samt hálf tómlegt heima án hennar, sérstaklega þar sem unglingurinn minn er mjög busy í sínu eigin lífi og því lítið heima. Húffff.... þetta verður flogið úr hreiðrinu áður en maður veit af :(

Framundan er svo ein og hálf vinnuvika og svo..... og svo.... LANDSMÓT!!!! það er eins gott að fara að undirbúa aðal djamm ársins ;) Það er nefnilega þannig að þó ég hafi sama og ekkert tekið þátt í starfi Sniglanna í allan vetur þá missir maður sko ekki af landsmóti. Sú helgi er bara heilög og stefni ég á að mæta þar ennþá þegar ég verð orðin gömul og hrum og eina mótorgræjan sem ég ek verður hjólastóllinn, hehehe!

Yfir og út.

7.6.06

Vinna - FRÍ...:)

Útilegan í Oddsparti var vel heppnuð og komu bæði Hildur og Depill útkeyrð heim á laugardaginn. Stelpurnar voru eins og kálfar út um allt tún allan tíman og er ekki hægt að kvarta yfir því að börnin nenni ekki að leika sér úti :) Það eina sem ég þurfti að gera var að fóðra þær reglulega og svo hömuðust þær út um mela og móa.
Restin af helginni fór í almenna leti heima við og svo vinnu. Ágætis blanda!

En framundan er mín fyrsta sólarlandaferð. Við Hildur erum að fara til Spánar á morgun og ætlum að vera í viku. Mamma verður samferða okkur og svo hittum við Dísu systir og strákana hennar þar. Þau fóru út fyrir viku síðan. Ég held að þetta verði voða gaman og er Hildur orðin svo spennt að hún veit ekki hvernig hún á að vera greyið :) Það verður erftitt fyrir hana að sofna í kvöld!

Best að fara að vinna, það eru nokkur verkefni sem ég verð að klára áður en ég fer í frí, alltaf jafn brjálað að gera hérna!
Hugsa til ykkar hérna í rigningunni þegar ég ligg með Sangríu í glasi á ströndinni!!!!!

1.6.06

Fín helgi fyrir vestan

Mikið rosalega skemmti ég mér vel fyrir vestan um helgina. Hefði að vísu viljað hafa 1-2 daga í viðbót en verð bara að bæta mér það upp seinna í sumar.
Það var heljarinnar djamm á föstudagskvöldið með gamla árganginum mínum úr gaggó og ég tók upp á því að drekka á því kvöldi fyrir bæði kvöldin!!! Þannig að laugardagurinn fór í að gubba og skjálfa í rúminu. Það varð því úr að ég var bara edrú í seinni hittingnum okkar. Það var allt í lagi og voru bæði kvöldin mjög vel heppnuð. Allir svo glaðir og kátið að hitta hvorn annan og mikið dansað og marg rifjað upp. Hér er frétt um okkur sem kom í BB .
Ég var ansi þreytt þegar heim kom á sunnudagskvöld. Smá span að keyra vestur á Ísafjörð á föstudaginn, djamma alla helgina og keyra svo heim aftur á sunnudag!

En nú er vinnuvikan langt komin og brjálað að gera. Ég ætla með Hildi og vinkonur hennar í smá útilegu í Þykkvabæinn á morgun en verð líklega að vinna restina af helginni. Reyni samt að hjóla smá inn á milli ;)

Bið að heilsa í bili.