...og Sangrían var góð!
Þetta var yndislegt frí! Ég kom heim afslöppuð og með batteríin endurhlaðin. Við áttum góða viku saman á Spáni, ég, mamma, Dísa systir og ungarnir. Við vorum í litlum bæ sem heitir Calpe og er rétt hjá Benidorm. Ég er nú ekkert kafbrún en náði að brenna smá svo að nú er ég eins og snákur að skríða úr hamnum :) Hver veit nema að ég verði dugleg og setji myndir inn í albúmið hérna við hliðina bráðum.
Hildur fór vestur til pabba síns í gær og verður þar í mánuð. Ég get alveg samglaðst henni en það er samt hálf tómlegt heima án hennar, sérstaklega þar sem unglingurinn minn er mjög busy í sínu eigin lífi og því lítið heima. Húffff.... þetta verður flogið úr hreiðrinu áður en maður veit af :(
Framundan er svo ein og hálf vinnuvika og svo..... og svo.... LANDSMÓT!!!! það er eins gott að fara að undirbúa aðal djamm ársins ;) Það er nefnilega þannig að þó ég hafi sama og ekkert tekið þátt í starfi Sniglanna í allan vetur þá missir maður sko ekki af landsmóti. Sú helgi er bara heilög og stefni ég á að mæta þar ennþá þegar ég verð orðin gömul og hrum og eina mótorgræjan sem ég ek verður hjólastóllinn, hehehe!
Yfir og út.
2 Comments:
Velkomin heim kæra vinkona.Og ójá auðvitað missir maður ekki af LANDSM'OTI nema kannksi að skila inn eigin dánarvottorði.Þig getur farið að hlakka til því búningarnir á okkur verða ekki af verri endanum.
Ég treysti á ykkur í þeim efnum Magga mín!!
Skrifa ummæli
<< Home