7.6.06

Vinna - FRÍ...:)

Útilegan í Oddsparti var vel heppnuð og komu bæði Hildur og Depill útkeyrð heim á laugardaginn. Stelpurnar voru eins og kálfar út um allt tún allan tíman og er ekki hægt að kvarta yfir því að börnin nenni ekki að leika sér úti :) Það eina sem ég þurfti að gera var að fóðra þær reglulega og svo hömuðust þær út um mela og móa.
Restin af helginni fór í almenna leti heima við og svo vinnu. Ágætis blanda!

En framundan er mín fyrsta sólarlandaferð. Við Hildur erum að fara til Spánar á morgun og ætlum að vera í viku. Mamma verður samferða okkur og svo hittum við Dísu systir og strákana hennar þar. Þau fóru út fyrir viku síðan. Ég held að þetta verði voða gaman og er Hildur orðin svo spennt að hún veit ekki hvernig hún á að vera greyið :) Það verður erftitt fyrir hana að sofna í kvöld!

Best að fara að vinna, það eru nokkur verkefni sem ég verð að klára áður en ég fer í frí, alltaf jafn brjálað að gera hérna!
Hugsa til ykkar hérna í rigningunni þegar ég ligg með Sangríu í glasi á ströndinni!!!!!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh má ég koma með í töskunni þinni eða eitthvað,en annars góða skemmtun kæra vinkona.

07 júní, 2006 18:11  
Anonymous Nafnlaus said...

:) góða skemmtun :) !!!

09 júní, 2006 08:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey...

Þú gleymdir mér Anna!!!

Ég átti að fara í eina töskuna þína....mannstu!?!

09 júní, 2006 11:17  

Skrifa ummæli

<< Home