Landsmót Snigla
... er framundan. Í ár verður það haldið í Tunguseli rétt hjá Kirkjubæjarklaustri. Það var undirbúningsfundur heima hjá mér í gærkvöldi þar sem við Dagrún og Jóna plönuðum matarinnkaup og brottför. Inda kíkti við og fékk hún bara blammeringar greyið fyrir að vera að spá í að fara bílandi en ekki hjólandi og fyrir að ætla ekki að gista í tjaldi. Við látum alltaf svona Inda mín og meinum ekkert með þessu ;) hehehe...
Ég fór með hjólið mitt í skoðun í morgun og fékk það fulla skoðun en mér var samt bent á að framdempararnir væru farnir að smita olíu og líklega væri orðið eitthvað lítið eftir á þeim. Best að fá einhvern til að kíkja á það fyrir mig eftir helgina. Svo staðfesti skoðunargaurinn það sem ég hélt í sambandi við framdekkið mitt, þar er heldur slitið og frekar mikil hætta á að það fari að skauta undan mér ef það rignir eitthvað af ráði. Svo að ég dreif mig í því að leita að nýju dekki og fæ skipt um það á morgun áður en lagt verður af stað.
Ég get ekki leynt því að ég er voða spennt að vera að fara á landsmót í fyrsta sinn á mínu eigin hjóli. Ég hef hingað til annaðhvort farið aftaná hjá einhverjum eða á bíl. Þetta er svona rétta stemmingin finnst mér :) Svo er bara að fara í dag og klára að útrétta það sem þarf, pakka svo á hjólið og brumm-brumm af stað eftir kaffi á morgum.
Ég sendi Önnu og Óla ástarkveðjur, en þau ætla að láta skýra litlu Höllu Katrínu á föstudaginn!!! Við skálum fyrir ykkur á landsmótinu :)
Blogga næst eftir helgi en ég er ekkert viss um að þið fáið neinar fréttir af atburðum helgarinnar. Það sem gerist á landsmóti - STAYS in landsmót!!!! hehehehe....
1 Comments:
Anna mín.....ef þú heldur það að ég taki ykkur alvarlega þá skjátlast þér hraplega:D:D
Ég er bara orðin svo gömul ú hettunni að ég nenni ekki að berjast við rigningu og slagveður....svo er ég á Harley svo ég er löglega afsökuð;)
Kveðja Inda
Skrifa ummæli
<< Home