Noh, þvílíkur djammari
Já það sjaldan að það gerist að ég fari á djamm í miðbænum þá kemur það í blöðunum!
Ég fór á ball með Sniglabandinu á laugardagskvöldið á NASA og þar var blaðamaður frá mogganum sem tók mynd af okkur Indu og Jónu að dansa og sú mynd kom í mogganum í dag. Já já svona er ég nú orðin fræg!!!
En annars var helgin róleg og góð. Við Depill eyddum henni að mestu bara tvö saman og er hann orðinn svo mikill mömmudrengur að ég veit ekki hvernig þetta endar hjá okkur :-/ Allavega þá er hann orðinn miklu rólegri og hlýðnari en áður og lítur bara út fyrir að hann sé að reyna að halda skilorðið sem hann er á. Sjáum hvað setur...
Næstu tvær helgar verða uppteknar í djammi. Fyrst er, eins og áður segir, Landsmót Snigla og svo helgina á eftir ætla systkini mín að halda upp á fertugsafmæli sín. Búbbi varð sko fertugur í fyrra en þá bjó hann í Kanada og við fengum enga veislu. Svo verður Dísa fertug þann 6. júlí svo að þau ætla að slá þessu saman í eitt gott partý á Ísafirði. Ég er að spá í að fara hjólandi vestur, langar einhvern að hjóla með mér???
Bless í bili - kveðja frá fræga fólkinu!!!
4 Comments:
Um þar næstu helgi verð ég bara að teyga öl í KóNGSINS Köpenhavn.
Já og takk fyrir síðast,það er greinilegt að það er gert upp á milli fræga fólksins.Ekki kom ég í blaðinu:-o
Já Magga mín, það er sko spurning um að vera frægur eða frægur!!!! ;)
Iss....ég er alltaf í blöðunum....kemur mér ekkert á óvart......Múhahahahahaha.....
Skrifa ummæli
<< Home