Fín helgi fyrir vestan
Mikið rosalega skemmti ég mér vel fyrir vestan um helgina. Hefði að vísu viljað hafa 1-2 daga í viðbót en verð bara að bæta mér það upp seinna í sumar.
Það var heljarinnar djamm á föstudagskvöldið með gamla árganginum mínum úr gaggó og ég tók upp á því að drekka á því kvöldi fyrir bæði kvöldin!!! Þannig að laugardagurinn fór í að gubba og skjálfa í rúminu. Það varð því úr að ég var bara edrú í seinni hittingnum okkar. Það var allt í lagi og voru bæði kvöldin mjög vel heppnuð. Allir svo glaðir og kátið að hitta hvorn annan og mikið dansað og marg rifjað upp. Hér er frétt um okkur sem kom í BB .
Ég var ansi þreytt þegar heim kom á sunnudagskvöld. Smá span að keyra vestur á Ísafjörð á föstudaginn, djamma alla helgina og keyra svo heim aftur á sunnudag!
En nú er vinnuvikan langt komin og brjálað að gera. Ég ætla með Hildi og vinkonur hennar í smá útilegu í Þykkvabæinn á morgun en verð líklega að vinna restina af helginni. Reyni samt að hjóla smá inn á milli ;)
Bið að heilsa í bili.
1 Comments:
Ég bið að heilsa sveitavargnum:)
Kveðja Inda.
Skrifa ummæli
<< Home