14.2.06

Óþægilega nálægt sannleikanum!

Fann þetta inni á stjörnuspekisíðu mbl.is og mátti til að setja þetta hingað inn. Það er ferlega skrítið að lesa svona og þekkja lýsinguna á sjálfum sér ;)

Hrúturinn í ást

Hrúturinn er líflegur og beinskeyttur í ástum og samskiptum. Hann er einlægur og hreinskilinn og líkar ekki uppgerð eða yfirborðskurteisi. Heiðarleiki skiptir meira máli en siðir og reglur. Og ástin þarf að vera ögrandi og elskhuginn sjálfstæð og tilgerðarlaus persóna.
Hrúturinn er snöggur upp á lagið hvað varðar tilfinningar og ákveður strax hverjum honum líkar við og hverjum ekki. Hann er hrifnæmur og fljótur að átta sig á folki.Hrúturinn vill hafa frumkvæði í ástarsamböndum og því þýðir lítið að ganga á eftir honum. Hann er veiðimaður sem fyrst vaknar til lífsins þegar ástin er spennandi og krefjandi.Það hentar Hrútnum best að umgangast sjálfstætt fólk sem er "villt" í þeim skilningi að það felur sig ekki á bak við tilgerð, heldur leyfir innri manni sínum að koma fram.Hrúturinn hrífst einnig af vissu stjórnleysi, því mátuleg óvissa og barátta örva tilfinningar hans. Líflaust og hægfara fólk skapar hjá honum óþolinmæði og áhugaleysi.Hrúturinn er ákafur í ástum, en á til að vera breytilegur. Stundum leggur hann til atlögu og er þá upptendraður, hlýr og ástríkur. Á öðrum tímum getur hann verið fráhrindandi og jafnvel ókurteis (að því er sumum finnst). Einlægni er aðalsmerki Hrútsins.Ástartilfinningar Hrútsin eru hvatvísar og "spontant". Hann þarft að fá það sem hann vil strax (!), á meðan eldurinn brennur. Það þýðir ekki að bjóða Hrútnum uppá "dagatalsást" og rómantík næsta föstudag eða laugardag.Sem elskhugi er Hrúturinn ekki sérlega blíður eða mikið fyrir nettar gælur og strokur. Hann vill ástarlíf sem byggir á sterkum og kraftmiklum atlotum.Til að Hrútnum líði vel í ástum og samskiptum þarf hann að eiga elskhuga og vini sem eru sjálfstæðir og koma hreint fram. Sambönd hans þurfa að vera lífleg, skapandi og "spontant" og umfram allt, án yfirborðsmennsku og tilgerðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home