lítið að segja
Ég veit að þeir sem þekkja mig eiga bágt með að trúa þessu én ástæða þess að ég hef ekkert bloggað undanfarið er sú að ég hef ekki haft neitt sérstakt að segja!! Já ykkur er alveg óhætt að vera hissa, ég er nú vön að tala frekar mikið hvort sem ég hef eitthvað að segja eða ekki :)
Eitt smá mál hérna, vissuð þið að maður fær bara barnabætur með börnum sínum þangað til þau verða 16 ára??? Þetta vissi ég ekki og varð voða hissa í gær þegar ég sá að ég fékk bara helminginn af því sem ég er vön. Það sem verra var, er að þetta er held ég í fyrsta skiptið sem ég var búin að ráðstafa þessum fyrirhuguðu peningum. Ég keypti nefnilega nýtt rúm fyrir Hildi þegar við fluttum og setti það á Vísa, með það í huga að borga það með barnabótunum í febrúar. Þetta sleppur að vísu fyrir horn þar sem rúmið kostaði um það bil það sem ég fékk en þá verður líka að fresta einhverju öðru sem þær vantar greyin.
Ég er svo hugfangin af voffanum mínum. Hann er svo skemmtilega glaður lítill hvolpur og svo fljótur að læra, eins og ég hef örugglega sagt hérna áður. Hildur segir að ég sé alltaf að monta mig af honum ;) hehehe... gerir maður það ekki með litlu börnin sín? Manni finnst þau alltaf best og klárust ;) Ég er allavega voðalega ánægð með að hafa fengið mér þennan hund þrátt fyrir alla auka vinnuna sem því fylgir. Það er svo notalegt að koma heim þegar gæludýr er á heimilinu sem fagnar manni. Mig langar helst að fá mér kisu líka, veit nú ekki alveg hvort það er skynsamlegt en sjáum til.
Það er mjög mikið að gera í vinnunni og mér líkar það vel. Er komin með nokkur verkefni til að vinna úr og reyni svo að lesa eins mikið og ég get þegar tími gefst til. Ég er alveg ólm í að bæta við mig þekkingu til þess að geta sem fyrst orðið sjálfstæðari í vinnubrögðum hérna.
En þrátt fyrir að vinnan sé skemmtileg þá hlakka ég til þegar henni lýkur í dag. Ég er nefnilega að fara í lúxus-andlitsbað í Baðhúsinu seinni partinn. Fékk gjafabréf í útskriftargjöf og vá hvað ég ætla að njóta :) Haldið þið ekki að ég verði enn ómótstæðilegri eftir svona trakteringu??? (og má nú varla við því!!)
En talandi um glæsileika minn, þá veit ég ekki hvernig það færi ef ég mundi nú lenda á séns sem ég tæki með mér heim að lúlla. Depill er nefnilega alveg viss um að við eigum saman rúmið mitt og reynir að ýta stelpunum framúr ef þær leggjast hjá mér!!!! Hmmm... vandamál sem tekið verður á þegar og EF það gerist hehehe....
Jæja best að halda áfram að vinna, bendi samt á það að síðasta færsla í gestabókina var síðastliðið sumar!!! Það væri nú voða gaman ef þeir sem ramba inn á þessa síðu mundu kvitta fyrir sig, annaðhvort í gestabókina eða í kommentin.
Kveðja Anna M
6 Comments:
Gettu hver??? Já er það ekki bara stora systir sm kommenterar alltaf enda hætt að heyra í þér eftir að þú varðst svona upptekin í nýju vinnunni. Allavega gott að heyra að allt gengur vel... nema kannski þú ættir að fara í mál við ríkið því samkvæmt lögum eru börnin núna börn til 18 ára aldurs.
Já, þetta hélt ég líka,allavega þarf ég að sjá fyrir henni til 18 ára ;) hehe, ætli ég hendi henni svosem út þá blessaðri!!!
Þetta vissi ég ekki....hélt að maður fengi borgað með þeim til 18 þar sem maður ber ábyrgð á þeim til 18 ára.....fáránlegt!
Ohh....gleymdi að segja ....
Kveðja Inda:)
já svo þér finnst asnalegt að fá bara til 16 ára? bíddu þangað til þú skráir þig í sambúð og nýji kærastinn fær sendan helminginn af barnabótunum þínum!! það finnst mér weird.. en annars til hamingju með hundinn! ég hef engan hund en ég er með 3 ketti.. kannski kemur hundur aftur seinna :)
uss sambúð... nenni því nú ekki! hehehe...
Skrifa ummæli
<< Home