23.2.06

Ljóð eftir Hildi

Ég er

Ég er pirruð
ég er pirruð vegna þess hvernig fólk lætur.
Fólk níðist á fólki
fólk níðist á dýrum
dýrum sem geta ekki talað.
Við ruglum jafnvæginu
og hugsum ekki um það.

Ég er glöð
ég er glöð þegar ég kem heim
þegar hann tekur á móti mér og dillar skottinu.
Ég er glöð þegar ég held á naggrísnum.
Ég er glöð þegar ég veit að þau eru örugg.

Ég er döpur
ég er döpur þegar ég missi ástvin
ástvin með tvær eða fjórar fætur.
Ég er döpur þegar ég finn að ég er að missa eitthvað.
Ég verð döpur þegar ég veit að ég get ekki bjargað öllum.

En ég verða ð bíða í nokkur ár,
ég ætla að láta heyra í mér.
Hildur Vignisdóttir 11 ára

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá ekkert smá flott ljóð eftir Hildi. Það er nú meira hvað skvísurnar þínar eru báðar listrænar.

25 febrúar, 2006 00:41  
Blogger Anna Malfridur said...

Takk fyrir :) ég er voðalega stollt af þessum elskum!

27 febrúar, 2006 09:03  
Anonymous Nafnlaus said...

flott stelpa, hlakka til þegar þú ert orðin stór og lætur í þér heyra
Kveðja Dísa frænka

28 febrúar, 2006 09:48  

Skrifa ummæli

<< Home