24.2.06

Frábærir tónleikar

Ég fór á tvenna tónleika í gær. Fyrst voru nemendatónleikar hjá Hildi hjá Tónskóla Sigursveins. Hún er þar í tónfræði og var boðið að spila með þremur öðrum flautustelpum á þessum tónleikum. Þetta var voða gaman. Þarna voru ponsu litlir hljóðfæraleikarar að stíga sín fyrstu skref og líka nokkrir lengra komnir. Ég hef alltaf jafn gaman af svona uppákomum, líklega vegna þess að ég ólst upp við að taka þátt í þeim. Að sjálfsögðu stóð stelpan mín sig með prýði, þær spiluðu svo fallegt lag sem ég man ekki hvað heitir en hefur verið í uppáhaldi hjá mér lengi. Hún var að spila með eldri stelpum sem eru komnar miklu lengra en hún í náminu svo að mér fannst hún svooooo dugleg :)

Svo fórum við Ólöf á tónleika með Sinfóníuhljómsveitinni ásamt gestum, þar sem þeir fluttu verkið "War of the Worlds" Frábær flutningur og hin besta skemmtun.

Eins og sjá má þá er nóg að gera hjá okkur mæðgunum. Nú svo heldur hann Depill litli okkur við efnið því hann er alltaf að færa sig lengra upp á skaftið. Hann er svona aðeins að láta á það reyna hvað hann fær að ráða miklu á heimilinu. Það er bara eðlilegt með 4 mánaða gamlan hvolp. En hann er þó farinn að sætta sig við að fara í göngutúra :) Gerir það svona fyrir okkur að koma með, hahaha...! Við fórum t.d. í hálftíma labbitúr milli klukkan 6:30 og 7:00 í morgun, geri aðrir betur, ha!!!!

Ég er að spá í að skreppa til sveitakellingarinnar í Þykkvabænum um helgina. Dagrún er s.s. flutt í Oddspart í Þykkvabæ og ég held ég verði að fara að taka þetta út fyrir hana og athuga hvort það er hægt að fá sér aðeins í tánna þarna ;) Læt vita eftir helgina hvernig það fer...

Góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home