30.11.08

Hildur á leiðinni heim

Við mæðgur erum búnar að pakka og svo liggur leiðin á eftir til Glasgow þaðan sem Hildur flýgur heim til Íslands í kvöld.
Við áttum yndislega stund á föstudagskvöldið þegar við elduðum íslenskt lamalæri með alles og buðum Sigga, Ingu og Þóri nágrönnum okkar í mat. Þau komu með salat, rauðvín og ÍS og við sátum hérna fram eftir kvöldi og átum og drukkum. Þetta voru eiginlega litlu-jólin fyrir Hildi :)
Það er nú meira hvað hann Þórir Snær er góður. Hann er um 16 mánaða gamall og það heyrist ekki í honum allt kvöldið. Hann var bara að dunda sér með eitthvað dót úr eldhússkápunum hjá mér og það eina sem benti til þess að hann væri orðinn þreyttur og sybbinn var að hann fór að nudda á sér augun - ekki einu sinni pirraður eða rellinn þótt það væri komið langt fram yfir háttatíma :) -Takk fyrir góða kvöldstund grannar!

26.11.08

Niður og svo aðeins upp aftur

Ég tók smá niðursveiflu á geðinu í lok síðustu viku. Fór að efast stórlega um sjálfa mig, sérstaklega hvort ég hefði yfirhöfuð nokkuð að gera í þessu námi. Það er búið að reynast mér mjög þungt og er vinnuálagið mikið. Sérstaklega verður öll vinna svo tímafrek þegar mér finnst ég ráða illa við viðfangsefnið. EN... ég tók í hnakkadrambið á sjálfri mér á mánudagsmorguninn, reif mig upp úr rúminu eldsnemma og átti tiltal við sjálfa mig (þið hefðuð átt að sjá til mín fyrir framan stóru spegla-skápahurðirnar í herberginu mínu!!). Ég lét mig bara vita það að ég gæti þetta vel enda væri ekkert annað val því ég hefði hætt fyrir nokkrum árum síðan þeim ósið að gefast upp þegar á móti blæs. Eftir þetta harðorða tiltal arkaði ég í skólann og svei mér þá ef ég skildi ekki bara smá af því sem kennarinn var að segja (en ath! -bara smá!). Þannig að núna er ég betur sett andlega til að takast á við lokatörnina á þessari önn. Full af orku og ákveðni - ég skal gera mitt besta til að klára þetta og hver útkoman verður- kemur í ljós!

Að lokum, þegar ég er búin að læra yfir mig og þarf að slaka á og kúpla mig út, þá venjulega prjóna ég. Í haust keypti ég hins vegar smá jóla-föndur til þess að sauma og hef verið að dúlla mér við það meðfram prjónaskapnum sum kvöldin. Hérna er mynd af afrakstrinum, þessi fer utan á hurðina á íbúðinni fyrir jólin:

22.11.08

100 ára aldursmunur

Ég fékk þessa mynd senda frá mömmu. Þessi litli drengur fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði á afmælisdaginn hennar ömmu, 19.nóvember. Ömmu þótti afskaplega vænt um að fá að hitta þennan litla mann og mömmu hans. Það spillti ekki fyrir að hann er barnabarn Hjálmars í Hrauni sem hefur óbeðinn séð um að moka snjóinn frá húsinu hennar á Bökkunum undanfarna óteljandi vetur. Þið getið rétt ímyndað ykkur velvildina sem maðurinn hefur unnið sér inn hjá þeirri gömlu :)


Já og til að svara síðustu kommentum, þá er meilið hjá mér anna@vsi.is og Ásdís, ég skæli örugglega helling þegar ég horfi á væntanlegt vídeó, það verður ekki hjá því komist!

Kveðja frá sólríkum laugardegi í Edinborg

19.11.08

100 ára!

Þann 19. nóvember árið 1908 fæddist stúlkubarn í húsinu við Sundstræti 33 á Ísafirði og þar hefur hún búið síðan. Henni var gefið nafnið Herdís og hefur alla tíð síðan verið kölluð Dísa Alberts. Ég er auðvitað að tala um hana langömmu mína sem við systkinin köllum alltaf Ömmu á Bökkunum en börnin okkar kalla Löngu.
Amma á eina dóttur, 5 barnabörn, 10 langömmubörn og 16 langa-langömmubörn (ef ég hef talið rétt).

Í dag er eini dagurinn síðan ég flutti hingað út sem ég hefði viljað vera heima. Þá meina ég auðvitað heima á Ísafirði til þess að fagna þessum degi með ömmu og allri fjölskyldunni. En það er víst ekki í boði svo ég hugsa bara sterkt heim og er með henni í huganum.


Elsku amma/Langa,


INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ 100 ÁRA AFMÆLIÐ!!!




17.11.08

Myndir

Ég hef ekki verið dugleg að setja inn einhverjar myndir hérna en það er aðallega vegna þess að við Hildur erum ekkert sérlega duglegar að muna eftir því að taka myndavélina með okkur þegar við förum eitthvað og ef hún er með þá annað hvort höfum við ekki munað eftir því að hlaða rafhlöðuna eða við gleymum bara að taka myndir.

Ég nefndi það um daginn að við áttum mjög skemmtilegan dag í dýragarðinum með fleiri Íslendingum og hér eru nokkrar myndir af íbúunum þar:














Þessar mörgæsir eru frábærar þó það sé ferlega vond lykt af þeim. Ferlega fyndnar þegar þær fara í gönguferð um garðinn :)

Þessi var nýkominn í dýragarðinn en var alveg eins og hann hefði alltaf verið þarna.
Ferlega virðulegur og flottur.









Það var þarna sebrafölskylda; mamma, pabbi og litla folaldið. Ég kallaði þetta nú "Náttfatahesta" hérna í gamla daga :)


Þessi snáði á að vísu ekki heima í dýragarðinum en þessi mynd var samt tekin af honum þar. Þetta er sæti nágranni okkar hann Þórir Snær að svala þorsta sínum á góðviðrisdegi :)

10.11.08

Spurning um að fara að endurskoða...

... lífið???
Verð að deila með ykkur grátbroslegri sögu.
Hildur kom, eins og oft um helgar, uppí til mín á laugardagsmorguninn til að kúra aðeins. Þar sem við vorum að spjalla þá ætlaði hún eitthvað að snerta andlitið á mér, bursta í burtu kusk eða eitthvað svoleiðis, svo ég mynnti hana á að ég þoli ekki að andlitið á mér sé snert þegar ég er nývöknuð. Eða allavega þá er mér ekki vel við það. Hildur fer að hlægja að þessari sérvisku í mömmu sinni og segir einu sinni sem oftar að ég sé einum of sérvitur :)
Svo segir hún: "en þegar þú áttir kærasta, máttu þeir þá ekki kyssa þig á morgnana?" ...... Ég hugsaði, hugsaði og hugsaði..... en svarið er: ÉG MAN ÞAÐ EKKI!!! Það er s.s. orðið svo langt síðan ég vaknaði við hliðina á karlmanni að ég man ekki lengur hvernig það er!!!!! Ó mæ, við hlógum mikið þegar ég áttaði mig á þessu og komumst að því að ég væri líklega ekki AÐ pipra heldur væri ég hreinlega ORÐIN pipruð!!

Pipraðar kveðjur frá Edinborginni :)

6.11.08

Skolablogg

Er ad blogga fra tolvuveri skolans svo tad eru engir islenskir stafir.
Eg var ad koma af fundi med kennaranum hennar Hildar tar sem eg atti vid hann mjog gott spjall um Hildi og lidan hennar herna. Hann aetlar ad tala vid hana sjalfa i naestu viku og er med einhverjar hugmyndir um hvernig vaeri haegt ad gera henni dvolina herna baerilegri. Vona ad tad beri einhvern arangur. En allavega ta tok hann bara vel i ad hun vaeri i frii allan desember til ad fara heim.

Annars er allt tad sama hja okkur. Vinnualagid hja mer i skolanum er alveg svakalegt og allt i einu er onnin langt komin og skilaverkefnin hrugast inn. Ef staerdfraedin min og staerdfraedihugsunin min vaeri eitthvad skarpari ta vaeri tetta kannski adeins audveldara en tad er tvi midur ekki svo. Tannig ad tad eina i stodunni er ad eyda meiri tima i hvert verkefni tangad til heilinn er ordinn ad mauki og raud blikkandi ljos byrtast fyrir augunum sem segja: ERROR- ERROR- OVERLOAD!!! EN... tetta er samt frabaert og verdur orugglega tess virdi tegar tetta er buid :)

Set inn myndir af ferd sem vid maedgur forum i sidasta sunnudag herna ut fyrir borgina tegar eg nenni. Annars bid eg ad heilsa i bili...