Hildur á leiðinni heim
Við mæðgur erum búnar að pakka og svo liggur leiðin á eftir til Glasgow þaðan sem Hildur flýgur heim til Íslands í kvöld.
Við áttum yndislega stund á föstudagskvöldið þegar við elduðum íslenskt lamalæri með alles og buðum Sigga, Ingu og Þóri nágrönnum okkar í mat. Þau komu með salat, rauðvín og ÍS og við sátum hérna fram eftir kvöldi og átum og drukkum. Þetta voru eiginlega litlu-jólin fyrir Hildi :)
Það er nú meira hvað hann Þórir Snær er góður. Hann er um 16 mánaða gamall og það heyrist ekki í honum allt kvöldið. Hann var bara að dunda sér með eitthvað dót úr eldhússkápunum hjá mér og það eina sem benti til þess að hann væri orðinn þreyttur og sybbinn var að hann fór að nudda á sér augun - ekki einu sinni pirraður eða rellinn þótt það væri komið langt fram yfir háttatíma :) -Takk fyrir góða kvöldstund grannar!