22.11.08

100 ára aldursmunur

Ég fékk þessa mynd senda frá mömmu. Þessi litli drengur fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði á afmælisdaginn hennar ömmu, 19.nóvember. Ömmu þótti afskaplega vænt um að fá að hitta þennan litla mann og mömmu hans. Það spillti ekki fyrir að hann er barnabarn Hjálmars í Hrauni sem hefur óbeðinn séð um að moka snjóinn frá húsinu hennar á Bökkunum undanfarna óteljandi vetur. Þið getið rétt ímyndað ykkur velvildina sem maðurinn hefur unnið sér inn hjá þeirri gömlu :)


Já og til að svara síðustu kommentum, þá er meilið hjá mér anna@vsi.is og Ásdís, ég skæli örugglega helling þegar ég horfi á væntanlegt vídeó, það verður ekki hjá því komist!

Kveðja frá sólríkum laugardegi í Edinborg

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Híhí, ég laumaðist með ömmu þinni, mömmu og systur inn á fæðingardeild og sá þá gömlu með litlann í fanginu. Var þar sem fulltrúi þinn. Sú gamla var ekkert smá stolt og foreldrar prinsins voru svo almennileg. Og prinsinn var sko að fíla ömmu þína, svaf bara í fanginu á henni. Vissi að þarna var gott að vera.
Knús í útlandið, Ásdís

24 nóvember, 2008 12:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært!
kv Jóna Guðný og mýsnar...

26 nóvember, 2008 21:57  

Skrifa ummæli

<< Home