26.11.08

Niður og svo aðeins upp aftur

Ég tók smá niðursveiflu á geðinu í lok síðustu viku. Fór að efast stórlega um sjálfa mig, sérstaklega hvort ég hefði yfirhöfuð nokkuð að gera í þessu námi. Það er búið að reynast mér mjög þungt og er vinnuálagið mikið. Sérstaklega verður öll vinna svo tímafrek þegar mér finnst ég ráða illa við viðfangsefnið. EN... ég tók í hnakkadrambið á sjálfri mér á mánudagsmorguninn, reif mig upp úr rúminu eldsnemma og átti tiltal við sjálfa mig (þið hefðuð átt að sjá til mín fyrir framan stóru spegla-skápahurðirnar í herberginu mínu!!). Ég lét mig bara vita það að ég gæti þetta vel enda væri ekkert annað val því ég hefði hætt fyrir nokkrum árum síðan þeim ósið að gefast upp þegar á móti blæs. Eftir þetta harðorða tiltal arkaði ég í skólann og svei mér þá ef ég skildi ekki bara smá af því sem kennarinn var að segja (en ath! -bara smá!). Þannig að núna er ég betur sett andlega til að takast á við lokatörnina á þessari önn. Full af orku og ákveðni - ég skal gera mitt besta til að klára þetta og hver útkoman verður- kemur í ljós!

Að lokum, þegar ég er búin að læra yfir mig og þarf að slaka á og kúpla mig út, þá venjulega prjóna ég. Í haust keypti ég hins vegar smá jóla-föndur til þess að sauma og hef verið að dúlla mér við það meðfram prjónaskapnum sum kvöldin. Hérna er mynd af afrakstrinum, þessi fer utan á hurðina á íbúðinni fyrir jólin:

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott hjá þér Anna!! Hann er bara flottur!!!
En ertu til í að koma og taka aðeins svona í hnakkadrambið á mér???
kv
Jóna Guðný

26 nóvember, 2008 23:06  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott hjá þér !!!
ég held við værum ekki lengi að safna í námskeið hérna... ef þú vildir kennan okkur undirstöðuatriðin í að peppa sjálfan sig upp.

Hafðu það frábært og haltu áfram að vera dugleg !!

27 nóvember, 2008 09:44  
Anonymous Nafnlaus said...

Sko mína! Áfram Anna, áfram Anna! Við höldum með þér.
p.s. sveinki er æðislegur, vonandi kemur einn svona ekta og knúsar þig um jólin og býður þér á rúntinn.
kveðja Ásdís

27 nóvember, 2008 12:58  
Anonymous Nafnlaus said...

Já Anna mín, þessi aðferð til að rífa mann upp úr vonleysinu....ég er til í að nota hana, eðlisfræðin er að brjóta niður sjálfsmatið mitt og ég horfi bara á. nú ætla ég að nota þína aðferð, en annað mál, þessi jólahjólasveinn er frábær.....knús og kærleikur til ykkar mæðgna,
sigga #677

27 nóvember, 2008 17:36  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha! Hann er aldeilis flottur, þið fáið örugglega gjafir í hann ;) Gangi ykkur báðum rosa vel í skólunum!
Bestu kveðjur,
Hrefna

27 nóvember, 2008 20:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott hjá þér gamla! SMÁ saumaskapur!!!!! hvernig er stór saumaskapur hjá þér? Þú þraukar þorrann og Góuna og best eins og ljón. Gangi þér rosalega vel
Kveðja Dísa

28 nóvember, 2008 08:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið vildi ég að hefði SMÁ einbeitni á við þig. Þá skyldi ég sko.....
Bestu kveðjur, Sigga frænka

28 nóvember, 2008 16:00  
Blogger Anna Malfridur said...

Takk allar saman fyrir góð orð og hrós í minn garð. Þið eruð yndislegar og það hvetur mig áfram að fá svona komment :)
-Njótið lífsins!!

29 nóvember, 2008 16:06  

Skrifa ummæli

<< Home