Myndir
Ég hef ekki verið dugleg að setja inn einhverjar myndir hérna en það er aðallega vegna þess að við Hildur erum ekkert sérlega duglegar að muna eftir því að taka myndavélina með okkur þegar við förum eitthvað og ef hún er með þá annað hvort höfum við ekki munað eftir því að hlaða rafhlöðuna eða við gleymum bara að taka myndir.
Ég nefndi það um daginn að við áttum mjög skemmtilegan dag í dýragarðinum með fleiri Íslendingum og hér eru nokkrar myndir af íbúunum þar:
Þessar mörgæsir eru frábærar þó það sé ferlega vond lykt af þeim. Ferlega fyndnar þegar þær fara í gönguferð um garðinn :)
Þessi var nýkominn í dýragarðinn en var alveg eins og hann hefði alltaf verið þarna.
Ferlega virðulegur og flottur.
Ferlega virðulegur og flottur.
Það var þarna sebrafölskylda; mamma, pabbi og litla folaldið. Ég kallaði þetta nú "Náttfatahesta" hérna í gamla daga :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home